Landsliðskona fór af velli vegna mígrenis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2013 23:53 Sigurður Ragnar Eyjólfsson „Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar. Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. Faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi ætlar sér að útrýma prófunum, svonefndum píptestum, úr skólakerfinu. Faðirinn hélt að stúlkan væri komin með heilablóðfall en um slæmt mígreniskast reyndist að ræða. „Það getur gerst hvenær sem er og í hvaða íþrótt eða hreyfingu sem er. Og jafnvel ekki við neina hreyfingu. Alveg fyrirvaralaust," segir Sigurður Ragnar um mígrenisköst. Hann telur heldur hart brugðist við ætli faðirinn að beita sér fyrir því að útrýma þrekprófum úr íslenskum grunnskólum. „Mér finnst ekkert veita af því að hafa þrekpróf þegar rannsóknir sýna að ungmenni á Íslandi hreyfa sig svipað mikið og áttrætt fólk. Hreyfing er alltaf að minnka á meðan tölvuafþreying og slíkt er að aukast," segir Sigurður Ragnar. Fólk hreyfi sig minna en áður sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Sigurður Ragnar veltir fyrir sér þeirri pælingu að ungmenni sem standi sig verr í þrekprófum eigi á hættu að verða fyrir einelti. „En það getur væntanlega gerst með öll próf í skólakerfinu. Hvort sem það er enska, stærðfræði, íþróttir eða annað. Ætlum við þá að banna öll próf?" segir Sigurður. Sigurður Ragnar viðurkennir að hafa ekki sett sig sérstaklega inn í einkunnakerfi í grunnskólum. Hann sé því ekki viss hvort tilefni sé til þess að tækla íþróttakennslu á annan hátt en bóklegar greinar. Hann veltir þó upp spurningu: „Færni er mæld í öllum bóklegum greinum. Ensku, stærðfræði, íslensku og hvað er öðruvísi? Vill maður ekki vita hvaða færni maður hefur í sundi og í hverju maður þarf að bæta sig?" Sigurður Ragnar hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið í knattpspyrnu undanfarin ár. Í landsleik Íslands og Svíþjóðar á dögunum þurfti Mist Edvardsdóttir að yfirgefa völlinn sökum mígreniskasts. „Eigum við þá að banna henni að spila landsleiki? Ég held við þurfum að horfa á hlutina í víðara samhengi," segir Sigurður Ragnar.
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13