Enski boltinn

Simon Mignolet varði víti í lokin og tryggði Liverpool þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet var hetja Liverpool í sínum fyrsta leik með félaginu en hann varði vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Daniel Sturridge skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en stórsókn Liverpool bar ekki frekari árangur og það var nærri því búið að kosta liðið stigin í lokin.

Daninn Daniel Agger fékk á sig klaufalegt víti á 88. mínútu en Simon Mignolet varð víti Jonathan Walters. Belginn byrjar því frábærlega á Anfield og stuðningsmenn Liverpool sakna ekki mikið Pepe Reina eftir þessa frammistöðu.

Leikurinn var frábær skemmtun og bauð upp á fjölda marktækifæra. Liverpool var mun betra liðið og skapaði miklu fleiri færi en Stoke-menn voru alltaf skeinuhættir þegar þeir komust upp í sókn. Það var því ótrúlega að það var ekki skorað nema eitt mark í leiknum.

Asmir Begovic, markvörður Stoke, átti frábæran leik og hélt sínu liði inn í leiknum en það dugði ekki til að ná í stig.

Sigurmark Daniel Sturridge kom á 37. mínútu en það skoraði hann með hnitmiðuðu skoti í bláhornið eftir að hafa fengið sendingu frá Iago Aspas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×