Stelpurnar ráða ríkjum um helgina Sara McMahon skrifar 21. mars 2013 07:00 Shandi Sullivan, fyrrverandi þátttakandi í America's Next Top Model, þeytir skífum ásamt Dj Yamaho og Dj Lovísu á Volta á laugardag. fréttablaðið/vilhelm „Ég er í ótímabundnu fríi hér á landi. Vinir mínir hafa sagt mér að ég verði að upplifa íslenskt sumar, en við sjáum til hvort ég verð svo lengi," segir plötusnúðurinn Shandi Sullivan sem kemur fram á viðburðinum StelpuMúzík á laugardag. Íslensku plötusnúðarnir Dj Yamaho og Dj Lovísa munu einnig þeyta skífum á skemmtistaðnum Volta við Tryggvagötu 22. Aðdáendur sjónvarpsþáttarins America's Next Top Model ættu að kannast við Sullivan því hún lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröðinni. Téðir aðdáendur minnast þess líklega einnig að Sullivan hélt framhjá unnusta sínum við tökurnar. Hún viðurkennir að líf hennar hafi tekið miklum stakkaskiptum eftir að hún tók þátt í Top Model. „Ég hefði líklega aldrei flutt frá Kansas City til New York, ég væri líklega enn þá í Kansas hefði ég ekki tekið þátt í Top Model. New York hefur verið heimili mitt síðustu tíu ár og ég kann vel við mig þar." Sullivan hefur þeytt skífum í hjáverkum í nokkur ár og árið 2006 spilaði hún á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Þrátt fyrir áralanga reynslu sem plötusnúður kveðst hún enn verða stressuð áður en hún kemur fram. „Ég verð stressuð og pínulítið sveitt í hvert einasta sinn. Yfirleitt fæ ég mér léttan göngutúr áður og þá verð ég góð. Ég ætti kannski að koma mér upp rútínu til að róa taugarnar?" Sullivan er vön að spila transtónlist og slagara frá níunda áratugnum en hún spilar teknótónlist á laugardag. „Ég var beðin um að spila teknó og ég var til í það. Þetta verður skemmtilegt kvöld." Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég er í ótímabundnu fríi hér á landi. Vinir mínir hafa sagt mér að ég verði að upplifa íslenskt sumar, en við sjáum til hvort ég verð svo lengi," segir plötusnúðurinn Shandi Sullivan sem kemur fram á viðburðinum StelpuMúzík á laugardag. Íslensku plötusnúðarnir Dj Yamaho og Dj Lovísa munu einnig þeyta skífum á skemmtistaðnum Volta við Tryggvagötu 22. Aðdáendur sjónvarpsþáttarins America's Next Top Model ættu að kannast við Sullivan því hún lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröðinni. Téðir aðdáendur minnast þess líklega einnig að Sullivan hélt framhjá unnusta sínum við tökurnar. Hún viðurkennir að líf hennar hafi tekið miklum stakkaskiptum eftir að hún tók þátt í Top Model. „Ég hefði líklega aldrei flutt frá Kansas City til New York, ég væri líklega enn þá í Kansas hefði ég ekki tekið þátt í Top Model. New York hefur verið heimili mitt síðustu tíu ár og ég kann vel við mig þar." Sullivan hefur þeytt skífum í hjáverkum í nokkur ár og árið 2006 spilaði hún á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Þrátt fyrir áralanga reynslu sem plötusnúður kveðst hún enn verða stressuð áður en hún kemur fram. „Ég verð stressuð og pínulítið sveitt í hvert einasta sinn. Yfirleitt fæ ég mér léttan göngutúr áður og þá verð ég góð. Ég ætti kannski að koma mér upp rútínu til að róa taugarnar?" Sullivan er vön að spila transtónlist og slagara frá níunda áratugnum en hún spilar teknótónlist á laugardag. „Ég var beðin um að spila teknó og ég var til í það. Þetta verður skemmtilegt kvöld."
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira