Stelpurnar ráða ríkjum um helgina Sara McMahon skrifar 21. mars 2013 07:00 Shandi Sullivan, fyrrverandi þátttakandi í America's Next Top Model, þeytir skífum ásamt Dj Yamaho og Dj Lovísu á Volta á laugardag. fréttablaðið/vilhelm „Ég er í ótímabundnu fríi hér á landi. Vinir mínir hafa sagt mér að ég verði að upplifa íslenskt sumar, en við sjáum til hvort ég verð svo lengi," segir plötusnúðurinn Shandi Sullivan sem kemur fram á viðburðinum StelpuMúzík á laugardag. Íslensku plötusnúðarnir Dj Yamaho og Dj Lovísa munu einnig þeyta skífum á skemmtistaðnum Volta við Tryggvagötu 22. Aðdáendur sjónvarpsþáttarins America's Next Top Model ættu að kannast við Sullivan því hún lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröðinni. Téðir aðdáendur minnast þess líklega einnig að Sullivan hélt framhjá unnusta sínum við tökurnar. Hún viðurkennir að líf hennar hafi tekið miklum stakkaskiptum eftir að hún tók þátt í Top Model. „Ég hefði líklega aldrei flutt frá Kansas City til New York, ég væri líklega enn þá í Kansas hefði ég ekki tekið þátt í Top Model. New York hefur verið heimili mitt síðustu tíu ár og ég kann vel við mig þar." Sullivan hefur þeytt skífum í hjáverkum í nokkur ár og árið 2006 spilaði hún á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Þrátt fyrir áralanga reynslu sem plötusnúður kveðst hún enn verða stressuð áður en hún kemur fram. „Ég verð stressuð og pínulítið sveitt í hvert einasta sinn. Yfirleitt fæ ég mér léttan göngutúr áður og þá verð ég góð. Ég ætti kannski að koma mér upp rútínu til að róa taugarnar?" Sullivan er vön að spila transtónlist og slagara frá níunda áratugnum en hún spilar teknótónlist á laugardag. „Ég var beðin um að spila teknó og ég var til í það. Þetta verður skemmtilegt kvöld." Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
„Ég er í ótímabundnu fríi hér á landi. Vinir mínir hafa sagt mér að ég verði að upplifa íslenskt sumar, en við sjáum til hvort ég verð svo lengi," segir plötusnúðurinn Shandi Sullivan sem kemur fram á viðburðinum StelpuMúzík á laugardag. Íslensku plötusnúðarnir Dj Yamaho og Dj Lovísa munu einnig þeyta skífum á skemmtistaðnum Volta við Tryggvagötu 22. Aðdáendur sjónvarpsþáttarins America's Next Top Model ættu að kannast við Sullivan því hún lenti í þriðja sæti í annarri þáttaröðinni. Téðir aðdáendur minnast þess líklega einnig að Sullivan hélt framhjá unnusta sínum við tökurnar. Hún viðurkennir að líf hennar hafi tekið miklum stakkaskiptum eftir að hún tók þátt í Top Model. „Ég hefði líklega aldrei flutt frá Kansas City til New York, ég væri líklega enn þá í Kansas hefði ég ekki tekið þátt í Top Model. New York hefur verið heimili mitt síðustu tíu ár og ég kann vel við mig þar." Sullivan hefur þeytt skífum í hjáverkum í nokkur ár og árið 2006 spilaði hún á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Þrátt fyrir áralanga reynslu sem plötusnúður kveðst hún enn verða stressuð áður en hún kemur fram. „Ég verð stressuð og pínulítið sveitt í hvert einasta sinn. Yfirleitt fæ ég mér léttan göngutúr áður og þá verð ég góð. Ég ætti kannski að koma mér upp rútínu til að róa taugarnar?" Sullivan er vön að spila transtónlist og slagara frá níunda áratugnum en hún spilar teknótónlist á laugardag. „Ég var beðin um að spila teknó og ég var til í það. Þetta verður skemmtilegt kvöld."
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira