Fótbolti

Aron skoraði í Íslendingaslagnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson byrjuðu allir þegar AZ Alkmaar tók á móti Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.

Ajax náði forystunni tvisvar í leiknum en Aron jafnaði metin í 2-2 úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.. Ricardo Van Rhijn, hægri bakvörður Ajax braut af sér innan vítateigsins og og uppskar rautt spjald. Aron steig á punktinn og skoraði annan leikinn í röð af vítapunktinum.

Heimamenn voru manni fleiri seinasta hálftímann og náðu að nýta sér liðsmuninn. Þeir skoruðu sigurmarkið og lauk leiknum því með 3-2 sigri AZ Alkmaar. Dýrmætur sigur fyrir AZ sem tapaði í fyrstu umferð fyrir Heerenveen.

Það var einnig Íslendingaslagur í belgísku deildinni, Club Brugge tók á móti Zulte Waregem. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekk Club Brugge en spilaði seinasta korterið en náði ekki að skora. Ólafur Ingi Skúlason byrjaði inná hjá Waregem en spilaði aðeins 66. mínútur í 1-1 jafntefli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×