Fótbolti

Hjálmar og Hjörtur Logi í sigurliði

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hjálmar Jónsson
Hjálmar Jónsson Mynd/AFP
Arnór Smárason spilaði 75 mínútur þegar Helsingborg tók á móti Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Arnór byrjaði inná en var skipt útaf þegar korter var eftir. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Hjálmar Jónsson byrjaði og spilaði 90 mínutur þegar Gautaborg lagði Syrianska á útivelli 2-0. Hjörtur Logi Valgarðsson kom inná og  fékk að spila 5 mínútur í lok leiks.

Helsinborg situr á toppi Allsvenskan með 38 stig eftir leiki dagsins en AIK, Malmö og Gautaborg koma í næstu sætum með 35 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×