Fótbolti

Steinþór Freyr skoraði gegn Tromsø

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Steinþór Freyr
Steinþór Freyr Mynd/Heimasíða Sandnes
Steinþór Freyr Þorsteinsson var á skotskónum í 2-1 sigri Sandnes Ulf gegn Tromsø í norsku deildinni í dag.

Steinþór skoraði fyrsta mark leiksins eftir níu mínútur en Tromsø voru fljótir að jafna. Fredrik Torsteinbo náði að skora sigurmarkið fyrir Sandnes á lokamínútu venjulegs leiktíma og taka þeir því dýrmæt þrjú stig úr þessum leik.

Ari Freyr Skúlason spilaði í 90 mínútur í dönsku deildinni þegar Álaborg tók á móti Odense en leiknum lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×