Fótbolti

Guðmundur og Þórarinn byrjuðu í tapleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson Mynd/Daníel
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg sem mætti Álasund á útivelli í dag.

Álasund höfðu undirtökin í leiknum og komust í 3-0 áður en sjálfsmark lagaði stöðuna fyrir Sarpsborg.

Þórarinn nældi sér í gult spjald stuttu áður en honum var skipt útaf eftir klukkutíma leik en Guðmundur spilaði allan leikinn.

Sarpsborg er í 14. sæti eftir leikinn í dag, tveimur stigum á eftir Sandnes Ulf í 13. sæti og tveimur stigum á undan Start í botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×