Kennir Íslendingum indverska matargerð Sara McMahon skrifar 4. apríl 2013 17:00 Shruthi Basappa kennir Íslendingum hvernig megi elda indverska rétti. Hún flutti hingað til lands ásamt manni sínum í júlí í fyrra. fréttablaðið/Vilhelm Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira