Kennir Íslendingum indverska matargerð Sara McMahon skrifar 4. apríl 2013 17:00 Shruthi Basappa kennir Íslendingum hvernig megi elda indverska rétti. Hún flutti hingað til lands ásamt manni sínum í júlí í fyrra. fréttablaðið/Vilhelm Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira