Innlent

Búist við að Björn Valur bjóði sig fram

Heimir Már Pétursson skrifar
Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Fastlega er búist við að Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna bjóði sig fram til varaformanns flokksins fyrir landsfund sem hefst á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga sér einnig stað umræður meðal kvenna í flokknum um að kona á sviði sveitarstjórnarmála bjóði sig fram til embættisins og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi.

Björn Valur færði sig um set úr Norðausturkjördæmi í Reykjavíkurkjördæmi í forvali flokksins fyrir nokkrum vikum en fékk ekki öruggt sæti. Uppstillingu VG í Reykjavíkurkjördæmunum er ekki lokið en rætt hefur verið að hífa Björn Val upp listann en niðurstaða hefur ekki fengist í það mál. Daníel Haukur Arnarsson, stjórnarmaður í Ungum Vinstri grænum, er hins vegar sá eini sem formlega hefur lýst yfir framboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×