Lífið

Segir Indiana Jones 4 slæma ræmu

Shia LaBeouf og Harrison Ford léku feðgana Henry Jones III og Henry Jones Jr. í fjórðu Indiana Jones myndinni.
Shia LaBeouf og Harrison Ford léku feðgana Henry Jones III og Henry Jones Jr. í fjórðu Indiana Jones myndinni.

Leikarinn Shia LaBeouf er í hópi þeirra leikara sem hafa rakkað niður eigin myndir.

Kvikmyndin sem LaBeouf er svo ósáttur við er Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem kom út árið 2008. Hann segir Harrison Ford hafa deilt þeirri skoðun.

„Við [LaBeouf og Ford] ræddum þetta mikið. Áhorfendur eru engir kjánar. Þeir vita hvenær mynd er slæm. Ef þú lætur sem þú vitir það ekki, þá munu áhorfendur ekki treysta þér þegar þú kynnir næstu kvikmynd.“

Gamla kempan George Clooney er annar leikari sem einnig hefur viðurkennt mistök sín. „Hún var ekki jafn góð og fyrri myndin og það var okkur að kenna,“ sagði hann um kvikmyndina Ocean‘s 12 frá árinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.