Enski boltinn

Liverpool er ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
The Sun heldur því fram í dag að eigendur Liverpool séu reiðubúnir að selja félagið. Því neitar John Henry staðfastlega.

Eignarhaldsfélagið Fenway Sports Group keypti Liverpool árið 2010 en félagið, sem John Henry stýrir, á einnig hafnaboltaliðið Boston Red Sox.

The Sun heldur því fram að félagið sé „óopinberlega“ til sölu fyrir 350 milljónir punda eða tæpar 65 milljarða króna.

„FSG hefur mjög skýra afstöðu. Liverpool FC er ekki til sölu. Það er ekki sannleikskorn í þessari frétt,“ sagði í yfirlýsingu Liverpool sem breskir fjölmiðlar fengu í hendurnar.

„Við höfum ekki hitt neinn um mögulega sölu félagsins og vitum ekki hvaðan þessi frétt er komin. Hún er uppspuni frá rótum,“ sagði talsmaður Liverpool enn fremur.

The Sun segir að nýlega hafi olíufyrirtæki frá Sádí-Arabíu gert tilboð í félagið og að tveir bandarískir milljarðamæringar séu einnig áhugasamir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×