Innlent

Alelda sumarbústaður í Mýrdal

Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal var kölluð út nú á þriðja tímanum til að aðstoða slökkvilið við eldsvoða í húsi í Mýrdal. Um er að ræða íbúðarhús á eyðibýli sem nýtt er sem sumarbústaður. 

Húsið er alelda en allt tiltækt lið berst við að ná tökum á eldinum.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg gat ekki greint nánar frá tildrögum eldsins að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×