Lífið

Hrekkjavöku förðun hjá NN makeupschool

Marín Manda skrifar
Zombie-förðun ætti að vera mjög vinsæl um helgina.
Zombie-förðun ætti að vera mjög vinsæl um helgina.
Förðunardömurnar í NN makeupschool bjóða upp á opið hús og sýnikennslu í hrekkjavökuförðun á laugardag í stúdíóinu.

Það var verið að opna hjá okkur NN makeupstudio sem er opið alla daga frá 12-18 en fyrsta laugardag í hverjum mánuði ætlum við að vera með svokallaðan „workshopday“ þar sem við erum með opið hús og sýnikennslu,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir skólastjóri NN makeupschool.

Að þessu sinni er hrekkjavökuþema en kennd verður förðun sem hentar vel fyrir helgina. „Við munum sýna blöndu af fantasíu- og hrollvekjuförðun því mér finnst nauðsynlegt að förðun fyrir hrekkjavökuna sé örlítið ógnvekjandi.“

Það eru þær Ástrós Erla, Neníta Margrét og Kristín Stefánsdóttir sem sjá um sýnikennsluna á laugardaginn en Kristín gaf nýlega út bókina Förðun, skref fyrir skref. NN-förðunarstúdóið er opið frá 11-14 á laugardaginn og er öllum velkomið að líta inn, fá ráðgjöf og fylgjast með förðun.

Jafnframt er hægt að panta förðun fyrir kvöldið. „Við erum að búa til förðunarstúdíó sem á að vera upplifun, eins konar förðunarparadís allra kvenna,“ segir Ástrós Erla að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.