Ljótustu orðin í íslensku máli Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:30 Viktor Orri Valgarðsson og Garðar Þór Þorkelsson, aðstandendur síðunnar þar sem leitin fer fram. fréttablaðið/daníel „Það er auðvitað mjög huglægt hvað er ljótt orð, margir tengja það við merkingu orðsins. Oft eru orðin ljótari þegar þau lýsa einhverju ljótu,“ segir Viktor Orri Valgarðsson, sem stofnaði Facebook-síðu ásamt Garðari Þór Þorkelssyni þar sem leitað er að ljótasta íslenska orðinu. Þar er hægt að leggja fram tillögu að orði og þau orð sem fá flest læk keppa loks um titilinn. „Þessi keppni er ágætt dæmi um mátt samfélagsmiðlanna og er afurð þess að við félagarnir vorum að ræða keppnina um fallegasta orðið sem fram fór fyrir stuttu. Okkur þótti enn áhugaverðara að halda keppni um ljótasta orðið,“ útskýrir Viktor Orri. Síðan var stofnuð fyrir skömmu og hefur á stuttum tíma fengið tæp eitt þúsund læk og hafa hundruð orða verið tilnefnd. Spurður um einkenni ljótra orða segir Garðar: „Óheppileg samsetning hljóða, eins og tvö L líkt og í orðinu fjall, hljómar ekkert of vel.“ Aðstandendur síðunnar eiga þó í stökustu erfiðleikum með að velja ljótasta orðið sjálfir. „Orð sem erfitt er að segja og skrifa eru mér ofarlega í huga, eins og gengilbeina sem er mjög asnalegt orð, einnig eru orð eins og geirvarta og úlnliður ofarlega í huga,“ bætir Viktor við. Ljótasta orðið verður valið á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. „Við gerum ráð fyrir fjölmennri samkomu,“ bætir Viktor við að lokum en frú Vigdísi Finnbogadóttur verður boðið sem heiðursgesti. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Það er auðvitað mjög huglægt hvað er ljótt orð, margir tengja það við merkingu orðsins. Oft eru orðin ljótari þegar þau lýsa einhverju ljótu,“ segir Viktor Orri Valgarðsson, sem stofnaði Facebook-síðu ásamt Garðari Þór Þorkelssyni þar sem leitað er að ljótasta íslenska orðinu. Þar er hægt að leggja fram tillögu að orði og þau orð sem fá flest læk keppa loks um titilinn. „Þessi keppni er ágætt dæmi um mátt samfélagsmiðlanna og er afurð þess að við félagarnir vorum að ræða keppnina um fallegasta orðið sem fram fór fyrir stuttu. Okkur þótti enn áhugaverðara að halda keppni um ljótasta orðið,“ útskýrir Viktor Orri. Síðan var stofnuð fyrir skömmu og hefur á stuttum tíma fengið tæp eitt þúsund læk og hafa hundruð orða verið tilnefnd. Spurður um einkenni ljótra orða segir Garðar: „Óheppileg samsetning hljóða, eins og tvö L líkt og í orðinu fjall, hljómar ekkert of vel.“ Aðstandendur síðunnar eiga þó í stökustu erfiðleikum með að velja ljótasta orðið sjálfir. „Orð sem erfitt er að segja og skrifa eru mér ofarlega í huga, eins og gengilbeina sem er mjög asnalegt orð, einnig eru orð eins og geirvarta og úlnliður ofarlega í huga,“ bætir Viktor við. Ljótasta orðið verður valið á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. „Við gerum ráð fyrir fjölmennri samkomu,“ bætir Viktor við að lokum en frú Vigdísi Finnbogadóttur verður boðið sem heiðursgesti.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira