Lífið

Eva Laufey spjallaði við gesti Kringlunnar

Ellý Ármanns skrifar
Eins og sjá má á myndunum var líf og fjör á miðnæturopnun Kringlunnar í kvöld. Fjölmenni staldraða við bás Stöðvar 3 þar sem boðið var upp á dansatriði, poppkorn, candyfloss, Lemon djús og að ekki sé minnst á blöðrukall sem sló þetta líka svona í gegn hjá ungu kynslóðinni.  Þá spjallaði Eva Laufey Kjaran Hermannnsdóttir sem eldar fyrir áhorfendur Stöðvar 3 á mánudagskvöldum við gesti og gangandi.

Á bás Stöðvar 3 geta gestir Kringlunnar tekið þátt í skemmtilegum leik fram að jólum þar sem vinningurinn er stórglæsilegt Panasonic sjónvarp.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða alllar myndirnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.