Íslenski boltinn

Rúnar Már um Gumma Steinars: Þvílíkur frethólkur

Rúnar Már í leik geg FH í sumar.
Rúnar Már í leik geg FH í sumar.
Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var ekki par sáttur við ummæli Keflvíkingsins Guðmundar Steinarssonar eftir leik Vals og Keflavíkur í gær.

„Annað liðið mætti hingað til að spila fótbolta en hitt til að meiða. Það fékk til þess leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld," sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir leikinn.

Þessi ummæli fóru ekki vel ofan í Rúnar enda vann Valur báða leikina gegn Keflavík í sumar, 8-0. Rúnar lét viðbrögð sín í ljós á Twitter síðar um kvöldið. Þau voru einföld.

"Gummi Steinars... þvílíkur frethólkur."

Eitthvað virðist Skagfirðingurinn hafa séð eftir þessum orðum sínum því hann er búinn að fjarlægja færsluna.

Mynd af henni má þó sjá hér undir stóru myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×