Meistaralegur mánuður að baki BBI skrifar 31. október 2012 18:52 Jökull Sólberg, Þorsteinn Kári og Magnús Berg standa að Meistaramánuðinum. Mynd/Anton Brink Meistaramánuðurinn svonefndi klárast í dag. Fjölmargir einstaklingar tóku þátt og sameinuðust um að skora á sjálfa sig og gera hlutina sem þá hefur lengi dreymt um. Markmið meistaranna voru æði misjöfn og margir náðu aðdáunarverðum árangri í sínum áskorunum. Meistaramánuðurinn var í október en hann er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu. Meistaramánuðurinn klárast í dag og skipuleggjendur mánaðarins segja að mörg markmið hafi vakið athygli og verið skemmtileg. „Það var t.d. einn náungi sem ákvað að gera eitthvað á hverjum degi sem hann gerir ekki dagsdaglega. Það voru oft furðulegir hlutir, kannski að fara út á land og fá sér kaffibolla, fara í keilu eða fara í kröfugöngu með fatlaðri systur sinni. Eitthvað nýtt á hverjum einsta degi. Það var skemmtilegt," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð. „Tvær listakonur ákváðu að mála eina mynd á hverjum degi. Svo settu þær allar myndirnar beint á netið," segir Þorsteinn. „Svo var einn félagi minn sem er rithöfundur sem ákvað að birta samstundis það sem hann skrifaði á hverjum degi í stað þess að liggja stanslaust yfir því og breyta því fram og aftur. Hann ákvað bara að koma þessu öllu út og það var mjög flott hjá honum." Þannig tók hver þátt í Meistaramánuðinum á sínum forsendum og notaði tækifærið til að ná sínum eigin markmiðum.Framúrskarandi árangur Fjölmargir þátttakendur sögðu óheilsusamlegu líferni stríð á hendur, borðuðu hollan mat og hreyfðu sig reglulega. „Einn félagi minn náði frábærum árangri. Hann var búinn að reyna að grennast lengi en tók allt föstum tökum núna og er búinn að missa níu kíló," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn skilaði líka miklum árangri í tilviki Þorsteins Kára sjálfs. „Ég var búinn að vera að ströggla við masters-ritgerðina mína. Ég gerði hana að aðalmarkmiðinu mínu í október og ég skilaði henni á mánudaginn," segir hann. Eflaust náðu þannig margir áþreifanlegum árangri í átakinu.Margir tóku þátt Þorsteinn segir ómögulegt að vita nákvæmlega hve margir tóku þátt í Meistaramánuðinum. „Ég hef ekki hugmynd. Við getum fylgst aðeins með virkninni á Facebook," segir hann. Þar voru um 5000 manns skráðir til leiks. Auk þess var mikil virkni á Instagram, þar sem fjölmörgum myndum var póstað á hverjum degi. „Þá gerir maður sér grein fyrir hvað þetta voru ruddalega margir. Þegar maður er að skoða einhverja hópa frá Stykkishólmi og Húsavík sem voru kannski hundrað manns að hvetja hvern annan áfram," segir hann. Eftir erfiðan mánuð eru meistarar hvattir til að halda upp á áfangann og skála og gleðjast með félögum sínum. „Við ætlum sjálfir að hittast, skipulagsnefndin, og fá okkur eitthvað gott að borða og skála hver fyrir öðrum. Og við hvetjum fólk eindregið til að gera slíkt hið sama," segir Þorsteinn. Tengdar greinar:Meistaralegur mánuður að hefjast Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Meistaramánuðurinn svonefndi klárast í dag. Fjölmargir einstaklingar tóku þátt og sameinuðust um að skora á sjálfa sig og gera hlutina sem þá hefur lengi dreymt um. Markmið meistaranna voru æði misjöfn og margir náðu aðdáunarverðum árangri í sínum áskorunum. Meistaramánuðurinn var í október en hann er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu. Meistaramánuðurinn klárast í dag og skipuleggjendur mánaðarins segja að mörg markmið hafi vakið athygli og verið skemmtileg. „Það var t.d. einn náungi sem ákvað að gera eitthvað á hverjum degi sem hann gerir ekki dagsdaglega. Það voru oft furðulegir hlutir, kannski að fara út á land og fá sér kaffibolla, fara í keilu eða fara í kröfugöngu með fatlaðri systur sinni. Eitthvað nýtt á hverjum einsta degi. Það var skemmtilegt," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð. „Tvær listakonur ákváðu að mála eina mynd á hverjum degi. Svo settu þær allar myndirnar beint á netið," segir Þorsteinn. „Svo var einn félagi minn sem er rithöfundur sem ákvað að birta samstundis það sem hann skrifaði á hverjum degi í stað þess að liggja stanslaust yfir því og breyta því fram og aftur. Hann ákvað bara að koma þessu öllu út og það var mjög flott hjá honum." Þannig tók hver þátt í Meistaramánuðinum á sínum forsendum og notaði tækifærið til að ná sínum eigin markmiðum.Framúrskarandi árangur Fjölmargir þátttakendur sögðu óheilsusamlegu líferni stríð á hendur, borðuðu hollan mat og hreyfðu sig reglulega. „Einn félagi minn náði frábærum árangri. Hann var búinn að reyna að grennast lengi en tók allt föstum tökum núna og er búinn að missa níu kíló," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn skilaði líka miklum árangri í tilviki Þorsteins Kára sjálfs. „Ég var búinn að vera að ströggla við masters-ritgerðina mína. Ég gerði hana að aðalmarkmiðinu mínu í október og ég skilaði henni á mánudaginn," segir hann. Eflaust náðu þannig margir áþreifanlegum árangri í átakinu.Margir tóku þátt Þorsteinn segir ómögulegt að vita nákvæmlega hve margir tóku þátt í Meistaramánuðinum. „Ég hef ekki hugmynd. Við getum fylgst aðeins með virkninni á Facebook," segir hann. Þar voru um 5000 manns skráðir til leiks. Auk þess var mikil virkni á Instagram, þar sem fjölmörgum myndum var póstað á hverjum degi. „Þá gerir maður sér grein fyrir hvað þetta voru ruddalega margir. Þegar maður er að skoða einhverja hópa frá Stykkishólmi og Húsavík sem voru kannski hundrað manns að hvetja hvern annan áfram," segir hann. Eftir erfiðan mánuð eru meistarar hvattir til að halda upp á áfangann og skála og gleðjast með félögum sínum. „Við ætlum sjálfir að hittast, skipulagsnefndin, og fá okkur eitthvað gott að borða og skála hver fyrir öðrum. Og við hvetjum fólk eindregið til að gera slíkt hið sama," segir Þorsteinn. Tengdar greinar:Meistaralegur mánuður að hefjast
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir