Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2012 19:00 Guðmundur Reynir fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Mynd/Daníel Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir. KR tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins á KR-vellinum sunnudaginn 6. maí. Fjórum dögum síðar fara Vesturbæingar í heimsókn upp á Skaga til nýliða ÍA. Guðmundur Reynir sagði í samtali við Vísi í dag að hann væri nýbúinn að bóka flug heim þann 11. maí. Því er ljóst að hann missir af tveimur fyrstu leikjunum. „Þeir vissu alveg af þessu. Við erum í góðu bandi og skilaboðin sem ég fæ er bara að halda mér í góðu formi sem ég mun gera," sagði Guðmundur Reynir um viðbrögð þjálfarateymis KR við nýbókuðum flugmiða. Guðmundur Reynir hefur æft með b-liði Harvard-háskólans undanfarnar vikur auk þess að verja miklum tíma í ræktinni. Hann segir liðsfélaga sína í b-liðinu* margar þokkalega knattspyrnumenn en spili töluvert öðruvísi en hann sé vanur. Mest sé lagt upp úr því að spila boltanum upp miðjuna þótt hann fái stundum boltann út á kantinn líka. „Svo hef ég aðeins verið að spila á miðjunni líka," segir Guðmundur Reynir sem reiknar ekki með að framhaldl verði á því. Það hafi bara verið í stöku leikjum. Það skal tekið fram að það er ekki vegna skorts á knattspyrnuhæfileikum sem Guðmundur Reynir spilar með b-liðinu. Stífar reglur eru um leikheimildir leikmanna háskólaliðanna og því hefur Guðmundur æft með b-liðinu þar sem allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Brynjar Björn Gunnarsson staðfesti í samtali við Vísi í gær að óvíst væri um tímasetningu á heimkomu kappans. Það færi meðal annars eftir því hvort Reading færi beint upp í ensku úrvalsdeildina eða þyrfti að fara í umspilið. Líkurnar á því fyrrnefnda jukust til muna í dag er liðið lagði Leeds 2-0 og settist í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti.*Í bandarískum háskólafótbolta er það aðeins varsity-liðið (hér kallað aðallið háskólans) sem keppir formlega á vegum háskólans. Club-liðið (hér kallað b-lið háskólans) leikur í flestum tilfellum í deildum með svipað form og utandeildin hér á landi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. 5. apríl 2012 15:45