Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR verður aftur Íslandsmeistari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2012 09:00 Íþróttafréttamenn Fréttablaðsins og Vísis spá því að það verði aftur sigurhátíð í Vesturbænum í lok sumars. KR-ingar fagna hér titlinum eftir síðustu leiktíð.fréttablaðið/daníel KR á titil að verja og mun verja hann samkvæmt spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Vísis. Tititlvörn KR hefst á sunnudag gegn Stjörnunni sem einnig er spáð góðu gengi. Sex stigum munaði á liðunum í kosningunni og nokkuð er í Fram, Stjörnuna og ÍA sem öll svipað mörg stig. Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins, skoðar liðin sem verða í toppbaráttunni hér að neðan. 5. sæti: ÍAÞað verður enginn nýliðabragur á Akurnesingum sem eru mættir aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Liðið er vel mannað með Jóhannes Karl Guðjónsson fremstan í flokki. Ármann Smári Björnsson kom einnig frá Englandi, liðið er með sterka útlendinga og svo er spurning hvað Garðar Gunnlaugsson gerir. „Þeir munu koma af gríðarlegum krafti inn í deildina. Það er í þeirra eðli. Jói Kalli mun gefa liðinu mikið. Skagaliðið er gríðarlega spennandi og ef þeir standa undir væntingum verða þeir í efri hlutanum," sagði Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins. „Þeir eru með marga sterka menn sem munu klárlega láta að sér kveða. Þar á meðal Gary Martin og Mark Doninger. Gary er ótrúlegur og hleypur á við þrjá menn. Hann er líka með risaviðhorf eins og fleiri í liðinu. Þeir eru brattir. Kári er leiðtogi og afar vanmetinn að mínu mati. Hann vill sanna sitt gildi og það verður ekki auðvelt að koma boltanum yfir hann og Ármann Smára. Ef Garðar Gunnlaugs hrekkur í gírinn gæti þetta liðið gert ýmislegt. Garðar er X-faktorinn þeirra." 4. sæti: StjarnanKjarninn í Stjörnuliðinu er sterkur og hefur verið lengi saman. Liðið er mjög öflugt með frábæran framherja. Það er nú eða aldrei hjá þeim að gera alvöru atlögu að titlinum enda gæti kvarnast úr hópnum eftir sumarið. „Stjarnan er með hópinn og leikmennina til þess að berjast um titil. Það er komin tiltrú í hópinn. Gæðin eru til staðar og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái upp stemningunni og geri alvöru atlögu að titlinum," sagði Willum. „Þessi hópur hefur náð vel saman og liðsheildin frábær. Hafa verið lengi saman og þjálfarinn þekkir liðið. Ef stöðugleiki kemst í varnarleikinn, Garðar verður í stuði og Halldór Orri með bros á vör þá geta Stjörnumenn þetta." 3. sæti: FramFramarar eru vetrarmeistarar eftir að hafa tapað aðeins einum leik. Liðið nýtur góðs af því að halda sterkum útlendingum og er til alls líklegt. „Ef ég ætti að spá Íslandsmeisturum núna þá myndi ég veðja á Fram sem og að Steven Lennon eða Sam Hewson yrði maður mótsins. Það eru mikil gæði þar á ferðinni. Þjálfarinn er búinn að fá að byggja þetta upp eftir sínu nefi hægt og bítandi. Byrjunarliðið er vel saman sett og allir þekkja sín hlutverk. Það eru vanmetnir menn þarna eins og Löwing sem spilar alla varnarlínuna eins og ekkert er. Kristján Hauks er frábær og bakvörðurinn magnaður. Markvörðurinn búinn að sanna sig og er góður," sagði Willum um Fram. 2. sæti: FHFH stendur á ákveðnum tímamótum. Lykilmenn undanfarinna ára komnir á aldur og annað hvort hættir eða farnir annað. Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson hvarf svo á braut fyrir skömmu. „Mér líst vel á hópinn, þjálfarann og félagið. FH þekkir þetta allt og kann þetta. Liðið hefur samt ekki verið að finna taktinn og þeir eru fyrstir til að viðurkenna það. Ég held að styrkleiki þeirra liggi einmitt í því," sagði Willum. „Ég hef trú á því að líkt og áður muni liðið vinna sig vel inn í mótið og verða síðan illviðráðanlegt. Auðvitað mun muna um Matta og Tommy Nielsen. Það er ekki hægt að leysa þetta. Það er hægt að finna svipuð gæði en þú finnur ekki svona menn sem rífa liðið áfram. Það býr maður ekki til á skömmum tíma. Þar missti FH sterka leiðtoga og ég sé ekki alveg hver á að taka þetta leiðtogahlutverk að sér. FH er á tímamótum en hefur tækin og tólin til að vera áfram á toppnum." 1. sæti: KRKR vann tvöfalt í fyrra og er búið að fá tvo bikara til viðbótar síðustu daga. Liðið er frábærlega mannað, nældi í stórefnilega leikmenn og er enn á ný besta liðið fyrir mót. „KR-ingar hafa verið tiltölulega rólegir í vetur en koma upp rétt fyrir mót og klára tvo titla. Gerðu það fagmannlega. KR er með allt til þess að verja titilinn," sagði Willum Þór. „Það er missir í Guðjóni en Þorsteinn Már er ekkert ósvipaður leikmaður. Kraftmikill og duglegur. Kjartan Henry fær tækifærið á toppnum og mun skora 10 mörk eða meira í sumar. Afar útsjónarsamur og klókur leikmaður. Óskar Örn líka kominn í gang og KR-liðið er flott," sagði Willum og hrósaði svo þjálfaranum Rúnari Kristinssyni sem hann segir ekki hafa stigið feilspor.Spá Fréttablaðsins: 1. KR - 139 stig 2. FH - 133 3. Fram - 106 4. Stjarnan - 105 5. ÍA - 103 6. Valur - 84 7. ÍBV - 71 8. Breiðablik - 64 9. Grindavík - 42 10. Fylkir - 42 11. Keflavík - 32 12. Selfoss - 15 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
KR á titil að verja og mun verja hann samkvæmt spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins og Vísis. Tititlvörn KR hefst á sunnudag gegn Stjörnunni sem einnig er spáð góðu gengi. Sex stigum munaði á liðunum í kosningunni og nokkuð er í Fram, Stjörnuna og ÍA sem öll svipað mörg stig. Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins, skoðar liðin sem verða í toppbaráttunni hér að neðan. 5. sæti: ÍAÞað verður enginn nýliðabragur á Akurnesingum sem eru mættir aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Liðið er vel mannað með Jóhannes Karl Guðjónsson fremstan í flokki. Ármann Smári Björnsson kom einnig frá Englandi, liðið er með sterka útlendinga og svo er spurning hvað Garðar Gunnlaugsson gerir. „Þeir munu koma af gríðarlegum krafti inn í deildina. Það er í þeirra eðli. Jói Kalli mun gefa liðinu mikið. Skagaliðið er gríðarlega spennandi og ef þeir standa undir væntingum verða þeir í efri hlutanum," sagði Willum Þór Þórsson, álitsgjafi Fréttablaðsins. „Þeir eru með marga sterka menn sem munu klárlega láta að sér kveða. Þar á meðal Gary Martin og Mark Doninger. Gary er ótrúlegur og hleypur á við þrjá menn. Hann er líka með risaviðhorf eins og fleiri í liðinu. Þeir eru brattir. Kári er leiðtogi og afar vanmetinn að mínu mati. Hann vill sanna sitt gildi og það verður ekki auðvelt að koma boltanum yfir hann og Ármann Smára. Ef Garðar Gunnlaugs hrekkur í gírinn gæti þetta liðið gert ýmislegt. Garðar er X-faktorinn þeirra." 4. sæti: StjarnanKjarninn í Stjörnuliðinu er sterkur og hefur verið lengi saman. Liðið er mjög öflugt með frábæran framherja. Það er nú eða aldrei hjá þeim að gera alvöru atlögu að titlinum enda gæti kvarnast úr hópnum eftir sumarið. „Stjarnan er með hópinn og leikmennina til þess að berjast um titil. Það er komin tiltrú í hópinn. Gæðin eru til staðar og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái upp stemningunni og geri alvöru atlögu að titlinum," sagði Willum. „Þessi hópur hefur náð vel saman og liðsheildin frábær. Hafa verið lengi saman og þjálfarinn þekkir liðið. Ef stöðugleiki kemst í varnarleikinn, Garðar verður í stuði og Halldór Orri með bros á vör þá geta Stjörnumenn þetta." 3. sæti: FramFramarar eru vetrarmeistarar eftir að hafa tapað aðeins einum leik. Liðið nýtur góðs af því að halda sterkum útlendingum og er til alls líklegt. „Ef ég ætti að spá Íslandsmeisturum núna þá myndi ég veðja á Fram sem og að Steven Lennon eða Sam Hewson yrði maður mótsins. Það eru mikil gæði þar á ferðinni. Þjálfarinn er búinn að fá að byggja þetta upp eftir sínu nefi hægt og bítandi. Byrjunarliðið er vel saman sett og allir þekkja sín hlutverk. Það eru vanmetnir menn þarna eins og Löwing sem spilar alla varnarlínuna eins og ekkert er. Kristján Hauks er frábær og bakvörðurinn magnaður. Markvörðurinn búinn að sanna sig og er góður," sagði Willum um Fram. 2. sæti: FHFH stendur á ákveðnum tímamótum. Lykilmenn undanfarinna ára komnir á aldur og annað hvort hættir eða farnir annað. Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson hvarf svo á braut fyrir skömmu. „Mér líst vel á hópinn, þjálfarann og félagið. FH þekkir þetta allt og kann þetta. Liðið hefur samt ekki verið að finna taktinn og þeir eru fyrstir til að viðurkenna það. Ég held að styrkleiki þeirra liggi einmitt í því," sagði Willum. „Ég hef trú á því að líkt og áður muni liðið vinna sig vel inn í mótið og verða síðan illviðráðanlegt. Auðvitað mun muna um Matta og Tommy Nielsen. Það er ekki hægt að leysa þetta. Það er hægt að finna svipuð gæði en þú finnur ekki svona menn sem rífa liðið áfram. Það býr maður ekki til á skömmum tíma. Þar missti FH sterka leiðtoga og ég sé ekki alveg hver á að taka þetta leiðtogahlutverk að sér. FH er á tímamótum en hefur tækin og tólin til að vera áfram á toppnum." 1. sæti: KRKR vann tvöfalt í fyrra og er búið að fá tvo bikara til viðbótar síðustu daga. Liðið er frábærlega mannað, nældi í stórefnilega leikmenn og er enn á ný besta liðið fyrir mót. „KR-ingar hafa verið tiltölulega rólegir í vetur en koma upp rétt fyrir mót og klára tvo titla. Gerðu það fagmannlega. KR er með allt til þess að verja titilinn," sagði Willum Þór. „Það er missir í Guðjóni en Þorsteinn Már er ekkert ósvipaður leikmaður. Kraftmikill og duglegur. Kjartan Henry fær tækifærið á toppnum og mun skora 10 mörk eða meira í sumar. Afar útsjónarsamur og klókur leikmaður. Óskar Örn líka kominn í gang og KR-liðið er flott," sagði Willum og hrósaði svo þjálfaranum Rúnari Kristinssyni sem hann segir ekki hafa stigið feilspor.Spá Fréttablaðsins: 1. KR - 139 stig 2. FH - 133 3. Fram - 106 4. Stjarnan - 105 5. ÍA - 103 6. Valur - 84 7. ÍBV - 71 8. Breiðablik - 64 9. Grindavík - 42 10. Fylkir - 42 11. Keflavík - 32 12. Selfoss - 15
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira