Ungar stúlkur fá að rokka í friði 10. janúar 2012 10:00 Áslaug Einarsdóttir, mannfræðingur og kvikmyndagerðarkona, fékk styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur.fréttablaðið/gva Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira