Geir Jón skrifar um búsáhaldabyltinguna 4. janúar 2012 09:00 Geir Jón Þórisson fékk þau skilaboð að hann mætti ekki taka vitið með sér þegar hann hættir í lögreglunni. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að ég sé að skrifa mig frá starfinu," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Eins og fram hefur komið hættir Geir Jón í lögreglunni í vor þegar hann fer á eftirlaun og flytur til Vestmannaeyja. Fram að því hefur honum verið falið að sitja við skriftir meðfram öðrum störfum. „Ég á að ná á einn stað þeirri vitneskju sem er að finna innan lögreglunnar svo hún tapist ekki. Það er fljótt að fenna yfir." Geir Jón játar að búsáhaldabyltingin verði áberandi í skrifum hans, enda sé hún stærsta verkefni sem lögregla á Íslandi hafi fengist við. „Ég skrifa um þessa stærri atburði út frá hlið lögreglunnar. Hvað bjó að baki, hvers vegna, hvernig og allt það. Þannig að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skoða þessa atburði þá verði til okkar hlið á málum." Aðspurður segist Geir Jón ekki vita hvað Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætli sér að gera með þessi skrif. Fólk þurfi alla vega ekki að búast við honum í jólabókaflóðinu þetta árið. „Ég er ekki rithöfundur, mitt er bara að koma þessari vitneskju í gott form." Yfirlögregluþjónninn góðkunni kveðst að lokum munu ganga sáttur frá borði þegar hann hættir í vor. „Þegar maður er búinn að vera lengi í eldlínunni þá vill maður fara að huga að öðru. Maður á helst að gera hlutina meðan maður getur, ekki bíða eftir að missa heilsuna," segir Geir Jón sem er rétt sextugur. En fyrst þú ert farinn að rifja upp það sem liðið er, ertu ekki farinn að huga að ævisögu þinni? „Það hefur aðeins verið ýtt við mér með það en ég vil klára mitt starf fyrst. Svo er maður kannski aðeins of ungur fyrir ævisögu." - hdm Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira
„Það má segja að ég sé að skrifa mig frá starfinu," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Eins og fram hefur komið hættir Geir Jón í lögreglunni í vor þegar hann fer á eftirlaun og flytur til Vestmannaeyja. Fram að því hefur honum verið falið að sitja við skriftir meðfram öðrum störfum. „Ég á að ná á einn stað þeirri vitneskju sem er að finna innan lögreglunnar svo hún tapist ekki. Það er fljótt að fenna yfir." Geir Jón játar að búsáhaldabyltingin verði áberandi í skrifum hans, enda sé hún stærsta verkefni sem lögregla á Íslandi hafi fengist við. „Ég skrifa um þessa stærri atburði út frá hlið lögreglunnar. Hvað bjó að baki, hvers vegna, hvernig og allt það. Þannig að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skoða þessa atburði þá verði til okkar hlið á málum." Aðspurður segist Geir Jón ekki vita hvað Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætli sér að gera með þessi skrif. Fólk þurfi alla vega ekki að búast við honum í jólabókaflóðinu þetta árið. „Ég er ekki rithöfundur, mitt er bara að koma þessari vitneskju í gott form." Yfirlögregluþjónninn góðkunni kveðst að lokum munu ganga sáttur frá borði þegar hann hættir í vor. „Þegar maður er búinn að vera lengi í eldlínunni þá vill maður fara að huga að öðru. Maður á helst að gera hlutina meðan maður getur, ekki bíða eftir að missa heilsuna," segir Geir Jón sem er rétt sextugur. En fyrst þú ert farinn að rifja upp það sem liðið er, ertu ekki farinn að huga að ævisögu þinni? „Það hefur aðeins verið ýtt við mér með það en ég vil klára mitt starf fyrst. Svo er maður kannski aðeins of ungur fyrir ævisögu." - hdm
Mest lesið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fleiri fréttir „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Sjá meira