Geir Jón skrifar um búsáhaldabyltinguna 4. janúar 2012 09:00 Geir Jón Þórisson fékk þau skilaboð að hann mætti ekki taka vitið með sér þegar hann hættir í lögreglunni. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að ég sé að skrifa mig frá starfinu," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Eins og fram hefur komið hættir Geir Jón í lögreglunni í vor þegar hann fer á eftirlaun og flytur til Vestmannaeyja. Fram að því hefur honum verið falið að sitja við skriftir meðfram öðrum störfum. „Ég á að ná á einn stað þeirri vitneskju sem er að finna innan lögreglunnar svo hún tapist ekki. Það er fljótt að fenna yfir." Geir Jón játar að búsáhaldabyltingin verði áberandi í skrifum hans, enda sé hún stærsta verkefni sem lögregla á Íslandi hafi fengist við. „Ég skrifa um þessa stærri atburði út frá hlið lögreglunnar. Hvað bjó að baki, hvers vegna, hvernig og allt það. Þannig að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skoða þessa atburði þá verði til okkar hlið á málum." Aðspurður segist Geir Jón ekki vita hvað Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætli sér að gera með þessi skrif. Fólk þurfi alla vega ekki að búast við honum í jólabókaflóðinu þetta árið. „Ég er ekki rithöfundur, mitt er bara að koma þessari vitneskju í gott form." Yfirlögregluþjónninn góðkunni kveðst að lokum munu ganga sáttur frá borði þegar hann hættir í vor. „Þegar maður er búinn að vera lengi í eldlínunni þá vill maður fara að huga að öðru. Maður á helst að gera hlutina meðan maður getur, ekki bíða eftir að missa heilsuna," segir Geir Jón sem er rétt sextugur. En fyrst þú ert farinn að rifja upp það sem liðið er, ertu ekki farinn að huga að ævisögu þinni? „Það hefur aðeins verið ýtt við mér með það en ég vil klára mitt starf fyrst. Svo er maður kannski aðeins of ungur fyrir ævisögu." - hdm Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Það má segja að ég sé að skrifa mig frá starfinu," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Eins og fram hefur komið hættir Geir Jón í lögreglunni í vor þegar hann fer á eftirlaun og flytur til Vestmannaeyja. Fram að því hefur honum verið falið að sitja við skriftir meðfram öðrum störfum. „Ég á að ná á einn stað þeirri vitneskju sem er að finna innan lögreglunnar svo hún tapist ekki. Það er fljótt að fenna yfir." Geir Jón játar að búsáhaldabyltingin verði áberandi í skrifum hans, enda sé hún stærsta verkefni sem lögregla á Íslandi hafi fengist við. „Ég skrifa um þessa stærri atburði út frá hlið lögreglunnar. Hvað bjó að baki, hvers vegna, hvernig og allt það. Þannig að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skoða þessa atburði þá verði til okkar hlið á málum." Aðspurður segist Geir Jón ekki vita hvað Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætli sér að gera með þessi skrif. Fólk þurfi alla vega ekki að búast við honum í jólabókaflóðinu þetta árið. „Ég er ekki rithöfundur, mitt er bara að koma þessari vitneskju í gott form." Yfirlögregluþjónninn góðkunni kveðst að lokum munu ganga sáttur frá borði þegar hann hættir í vor. „Þegar maður er búinn að vera lengi í eldlínunni þá vill maður fara að huga að öðru. Maður á helst að gera hlutina meðan maður getur, ekki bíða eftir að missa heilsuna," segir Geir Jón sem er rétt sextugur. En fyrst þú ert farinn að rifja upp það sem liðið er, ertu ekki farinn að huga að ævisögu þinni? „Það hefur aðeins verið ýtt við mér með það en ég vil klára mitt starf fyrst. Svo er maður kannski aðeins of ungur fyrir ævisögu." - hdm
Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira