Fótbolti

Ibrahimovic vill launahækkun hjá PSG

Zlatan Ibrahimovic hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu.
Zlatan Ibrahimovic hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu og formlegar viðræður hafa staðið yfir um vistaskipti hans frá AC Milan á Ítalíu. Sænski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn AC Milan fram til loka ársins 2015 og er talið að PSG sé reiðubúið að greiða rétt rúmlega 50 milljónir punda fyrir Ibrahimovic og brasilíska varnarmanninn Thiago Silva – sem nemur rétt um 10 milljörðum kr.

Brasilíumaðurinn Leonardo sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG sagði í dag að engir formlegir fundir væru á dagskrá í dag um kaupin á Ibrahimovic.

Silva er búinn að ganga frá sínum málum við franska liðið.

Ibrahimovic skoraði 28 mörk á síðustu leiktíð og varð markahæsti leikmaður deildarinnar. AC Milan endaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus.

Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla hefur PSG áhuga á að gera samning til fjögurra ára sem tryggir Ibrahimovic rétt um 1,4 milljarða kr. í árslaun. Það eru svipuð laun og hann hefur haft hjá AC Milan. Hinn þrítugi Ibrahimovic hefur áhuga á að gera þriggja ára samning sem tryggir honum 2,3 milljarða kr. í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×