Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 0-1 | Maggi Lú hetjan Kolbeinn Tumi Daðason á Hlíðarenda skrifar 20. maí 2012 13:47 Mynd/Valli Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og fengu besta færi fyrri hálfleiks. Þá skallaði Emil Atlason í stöng af stuttu færi, frákastið hafnaði hjá Viktori Bjarka sem átti fínt skot sem Sindri Snær varði vel með fótunum. Rúnar Már Sigurjónsson, sem átti fínan leik á miðjunni hjá Valsmönnum, átti þeirra besta færi í fyrri hálfleik. Hannes Þór varði þá skot hans úr teignum í horn. Jafnteflislyktin sem einkennt hafði fyrri hálfleikinn var á sínum stað í hinum síðari. Sofandaháttur í vörn Valsmanna sá þó til þess að KR-ingar fóru heim með öll stigin. Sakleysisleg aukaspyrna Bjarna Guðjónssonar frá miðjuboganum flaut þá óáreitt til Magnúsar Más Lúðvíkssonar, hægri bakvarðar, KR-inga. Magnús, sem er framherji að upplagi, þakkaði pent fyrir sig og hamraði knöttinn upp í þaknetið. Valsarar blésu eins og vænta mátti til sóknar í kjölfarið og gerðu harða hríð að marki KR-inga. Hannes Þór var þó öryggið uppmálað í marki gestanna og öryggið uppmálað undir töluverðri pressu undir lok leiksins. KR-ingar fögnuðu 1000 sigri sínu í efstu deild vel. Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem þeir halda hreinu og geta þeir verið ánægðir með það. Einkenni góðra liða hefur löngum verið að vinna þrátt fyrir dapra frammistöðu. Frammstaðan var hugsanlega ekki döpur hjá ríkjandi meisturum í kvöld en langt frá því að vera sannfærandi. Kristján Guðmundsson gerði fimm breytingar á liðinu sem lá gegn Breiðabliki í síðustu umferð og þær virtust skila árangri. Valsmenn áttu ekki minna í leiknum en sköpuðu sér lítið líkt og gestirnir. KR-ingar gerðu sig ekki seka upp jafnslæm mistök í vörninni og Valsarar í aðdraganda eina marksins og því fór sem fór. Rúnar Kristinsson: Veit ekkert hvað Maggi var að gera þarna„Eitt mark dugði. Við gældum við það fyrir leikinn að það gæti dugað og það gekk eftir," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. KR-ingar höfðu ekki haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum mótsins og fengið á sig rúmlega tvö mörk að meðaltali í leik. Rúnar gerði breytingar í báðum bakvarðarstöðunum fyrir leikinn sem benti til þess að hann væri óánægður með varnarleik sinna manna. „Alls ekki. Það taka allir ellefu leikmenn liðsins þátt í varnarleiknum. Það er ekki hægt að sakast alltaf við öftustu fjóra. Það er of einföld skýring," sagði Rúnar sem minnti á að stutt væri á milli leikja og hópur hans væri stór og góður. Rúnar skildi ekkert í því hvað Magnús Már var að gera inni á vítateig Valsmanna í aðdraganda marksins. „Hann laumaði sér fram og ég veit reyndar ekkert hvað hann var að gera þarna. Það var aldrei lagt upp með að hann væri þarna en hann er refur og laumaði sér fram," sagði Rúnar sem sér þó enga ástæðu til að færa kappann framar á völlinn. „Nei, Maggi skoraði eiginlega ekkert í fyrra en lagði upp fullt af mörkum. Hann þarf ekkert að fara framar til að skora," sagði Rúnar léttur en þar til í fyrra hafði Magnús Már leikið allan sinn feril hér á landi í stöðu framherja. Haukur Páll: Maður fer hart í alla leikmenn sama hvað sem þeir heita„Mér fannst við spila vel í dag gegn góðu liði en stundum dugar það ekki. Þeir skoruðu en við ekki og það var nóg fyrir þá í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson sem átti fínan leik á miðjunni hjá Val í kvöld. Strax á upphafsmínútunum skiptust Haukur Páll og Viktor Bjarki KR-ingur á orðum sem virtust ófögur af andlitsdráttum þeirra að dæma. „Það er alltaf harka í þessum leikjum og alls ekkert illt á milli okkar Viktors. Maður fer hart í alla leikmenn hvort sem þeir heita Viktor eða eitthvað annað," sagði Haukur Páll og gerði lítið úr baráttunni sem einkenndi leikinn. Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum. Það er engin uppgjafartónn í Hauki Páli sem finnst liðið hafa bætt sig bæði í vörn sem sókn. „Við förum ekkert að gefast upp þótt við töpum tveimur leikjum í röð. Við verðum að stíga upp, sína úr hverju við erum gerðir og koma brjálaðir í næsta leik," sagði Haukur sem var valinn maður leiksins af undirrituðum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og fengu besta færi fyrri hálfleiks. Þá skallaði Emil Atlason í stöng af stuttu færi, frákastið hafnaði hjá Viktori Bjarka sem átti fínt skot sem Sindri Snær varði vel með fótunum. Rúnar Már Sigurjónsson, sem átti fínan leik á miðjunni hjá Valsmönnum, átti þeirra besta færi í fyrri hálfleik. Hannes Þór varði þá skot hans úr teignum í horn. Jafnteflislyktin sem einkennt hafði fyrri hálfleikinn var á sínum stað í hinum síðari. Sofandaháttur í vörn Valsmanna sá þó til þess að KR-ingar fóru heim með öll stigin. Sakleysisleg aukaspyrna Bjarna Guðjónssonar frá miðjuboganum flaut þá óáreitt til Magnúsar Más Lúðvíkssonar, hægri bakvarðar, KR-inga. Magnús, sem er framherji að upplagi, þakkaði pent fyrir sig og hamraði knöttinn upp í þaknetið. Valsarar blésu eins og vænta mátti til sóknar í kjölfarið og gerðu harða hríð að marki KR-inga. Hannes Þór var þó öryggið uppmálað í marki gestanna og öryggið uppmálað undir töluverðri pressu undir lok leiksins. KR-ingar fögnuðu 1000 sigri sínu í efstu deild vel. Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem þeir halda hreinu og geta þeir verið ánægðir með það. Einkenni góðra liða hefur löngum verið að vinna þrátt fyrir dapra frammistöðu. Frammstaðan var hugsanlega ekki döpur hjá ríkjandi meisturum í kvöld en langt frá því að vera sannfærandi. Kristján Guðmundsson gerði fimm breytingar á liðinu sem lá gegn Breiðabliki í síðustu umferð og þær virtust skila árangri. Valsmenn áttu ekki minna í leiknum en sköpuðu sér lítið líkt og gestirnir. KR-ingar gerðu sig ekki seka upp jafnslæm mistök í vörninni og Valsarar í aðdraganda eina marksins og því fór sem fór. Rúnar Kristinsson: Veit ekkert hvað Maggi var að gera þarna„Eitt mark dugði. Við gældum við það fyrir leikinn að það gæti dugað og það gekk eftir," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. KR-ingar höfðu ekki haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum mótsins og fengið á sig rúmlega tvö mörk að meðaltali í leik. Rúnar gerði breytingar í báðum bakvarðarstöðunum fyrir leikinn sem benti til þess að hann væri óánægður með varnarleik sinna manna. „Alls ekki. Það taka allir ellefu leikmenn liðsins þátt í varnarleiknum. Það er ekki hægt að sakast alltaf við öftustu fjóra. Það er of einföld skýring," sagði Rúnar sem minnti á að stutt væri á milli leikja og hópur hans væri stór og góður. Rúnar skildi ekkert í því hvað Magnús Már var að gera inni á vítateig Valsmanna í aðdraganda marksins. „Hann laumaði sér fram og ég veit reyndar ekkert hvað hann var að gera þarna. Það var aldrei lagt upp með að hann væri þarna en hann er refur og laumaði sér fram," sagði Rúnar sem sér þó enga ástæðu til að færa kappann framar á völlinn. „Nei, Maggi skoraði eiginlega ekkert í fyrra en lagði upp fullt af mörkum. Hann þarf ekkert að fara framar til að skora," sagði Rúnar léttur en þar til í fyrra hafði Magnús Már leikið allan sinn feril hér á landi í stöðu framherja. Haukur Páll: Maður fer hart í alla leikmenn sama hvað sem þeir heita„Mér fannst við spila vel í dag gegn góðu liði en stundum dugar það ekki. Þeir skoruðu en við ekki og það var nóg fyrir þá í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson sem átti fínan leik á miðjunni hjá Val í kvöld. Strax á upphafsmínútunum skiptust Haukur Páll og Viktor Bjarki KR-ingur á orðum sem virtust ófögur af andlitsdráttum þeirra að dæma. „Það er alltaf harka í þessum leikjum og alls ekkert illt á milli okkar Viktors. Maður fer hart í alla leikmenn hvort sem þeir heita Viktor eða eitthvað annað," sagði Haukur Páll og gerði lítið úr baráttunni sem einkenndi leikinn. Valsmenn hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum. Það er engin uppgjafartónn í Hauki Páli sem finnst liðið hafa bætt sig bæði í vörn sem sókn. „Við förum ekkert að gefast upp þótt við töpum tveimur leikjum í röð. Við verðum að stíga upp, sína úr hverju við erum gerðir og koma brjálaðir í næsta leik," sagði Haukur sem var valinn maður leiksins af undirrituðum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira