Íslenski boltinn

Ásgeir farinn aftur á Ásvelli

Ásgeir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram í sumar.
Ásgeir fagnar sigurmarki sínu gegn Fram í sumar.
Lánstími Ásgeirs Þórs Ingólfssonar hjá Val er liðinn og hann er kominn aftur til Hauka. Það sem meira er þá hefur hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka og þar kemur fram að Valsgoðsögnin, Sigurbjörn Hreiðarsson, hafi sannfært Ásgeir um að koma heim en Sigurbjörn er aðstoðarþjálfari Hauka.

"Ég tók léttan fund með Sigurbirni og eftir það var þetta ekki spurning, ég var strax tilbúinn í að fara í Haukatreyjuna og út á völl eftir þann fund, Mér líst vel á það sem hann og Ólafur Jóhannesson, eru búnir að leggja upp fyrir næsta tímabil og ég hlakka til að spila með Haukum næsta sumar," segir Ásgeir á heimasíðu Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×