Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra BBI skrifar 10. september 2012 11:06 Flugeldar á lokaathöfninni í gær. Mynd/AFP Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar. Leikarnir enduðu með tilkomumikilli flugeldasýningu, tónleikum rokkhljómsveitarinnar Coldplay og margskonar atriðum á Ólympíuleikvanginum, eins og sjá má í myndasafninu hér til hliðar. Ólympíuleikar fatlaðra hafa eflaust opnað augu margra fyrir því að íþróttir og fötlun geta vel farið saman og líklega breytt sýn einhverra á líkamlega fötlun. Íþróttamenn sem kepptu til verðlauna með gervifót eða í hjólastól urðu hetjur í augum fólks, ekki síður en venjulegir íþróttamenn. Íþróttafréttamenn tóku sig saman um að beina athygli sinni sérstaklega að fötlun einstaklinganna. „Við skulum beina athygli okkar þangað. Ef við horfum á íþróttamót fatlaðra þá er spennandi að sjá hver er fatlaður, hvernig og hvernig það hefur áhrif á íþróttamennsku þeirra," sagði Lee Pearson, margfaldur verðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra, í viðtali við The Guardian. Þannig var í raun áherslan á hvort tveggja í senn, fötlun og íþróttamennsku. Þegar upp var staðið áttuðu menn sig á því að mótið var hvorki ómerkilegra né minna spennandi en venjuleg íþróttamót. Ef eitthvað var þá var keppnin enn tilkomumeiri. Íþróttir snúast í raun um afrek og færni manneskjunnar innan einhverra ákveðinna marka. Hvað getur t.d. fimleikamaður gert mörg handahlaup á slá sem er 10 cm þykk? Hvað getur einn maður hlaupið 42 km hratt? Á íþróttamótum fatlaðra er það sama uppi á teningnum, nema hvað mörkin eru enn þrengri. Hvað getur einn maður hlaupið hratt með hina eða þessa fötlunina? Þannig er grundvallarspurningin sú sama: afrek manneskju innan ákveðinna marka. Átök fatlaðra íþróttamanna á íþróttavellinum síðustu daga hafa án efa opnað augu margra og stuðlað að umburðarlyndi. Í viðtali við The Guardian segir Irene Oldham, 72 ára kona sem er bundin við hjólastól, að í gegnum tíðina hefði hún þurft að venjast feimni venjulegs fólks við fatlaða sambúa sína. „Síðustu dagar hafa verið öðru vísi. Þetta hefur breytt sýn fólks á fatlaða, einkum sýn barna. Þau segja stöðugt: Ég trúi ekki að þeir geti gert þetta. Þeir eru enn betri í þessu en við." Bretar þykjast hafa haldið umrætt mót með miklum sóma. „Við gerðum þessu móti hærra undir höfði en nokkur þjóð hefur áður gert," segir í umfjöllun The Guardian. Leikvangarnir voru þétt setnir. 2,4 milljón miðar seldust, sem er töluvert hærra en áður hefur gerst og fjölmiðlar landsins veittu leikunum mikla athygli. Í viðtali við BBC segir Sebastian Coe, stjórnarformaður ólympíuleikanna, að menn muni aldrei aftur líta fötlun og íþróttir sömu augum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira