Spáir Obama sigri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. nóvember 2012 18:45 Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira