Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 29. september 2012 13:15 KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd. KR-ingar sem hafa spilað skelfilega illa í síðari umferðinni enda Íslandsmótið í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn hér í dag. Það var ekki margt um manninn í Frostaskjólinu í upphafi leiks enda að litlu að keppa fyrir bæði lið og kalt í veðri. Leikurinn fór þó fjörlega af stað og tók það heimamenn ekki nema rúmlega eina mínútu til þess að komast yfir í leiknum með sjálfsmarki Keflvíkinga. Liðin skiptust á að fá álitleg marktækifæri á næstu mínútum en inn vildi boltinn ekki. Fjörlegur leikur þar sem varnarleikurinn var í öðru sætinu. Það var svo undir lok hálfleiksins sem umdeilt atvik átti sér stað. Þá var Viktori Bjarka Arnarssyni vikið af velli fyrir munnsöfnuð í garð dómara. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn skelfilega illa í síðari hálfleiknum en hann var eign heimamanna. Guðmundur Reynir Gunnarsson kom sínum mönnum í tveggja marka forystu í upphafi hálfleiksins. KR-ingar gulltryggðu sér svo sigurinn á 58. mínútu en þá tókst Þorsteini Már Ragnarssyni að koma boltanum í netið eftir barning í teignum. Auðveldur sigur heimamanna því staðreynd og sigurinn kærkominn eftir brösótt gengi í undanförnum umferðum.Hannes: Sárir og sorgmæddir yfir seinni umferðinni „Þetta var mjög öflugt hjá okkur í dag og í rauninni kærkominn og langþráður sigur, þannig að við erum ánægðir eftir erfitt gengi að undanförnu," sagði Hannes. „Seinni umferðin er búin að vera alveg hræðileg hjá okkur og í rauninni alveg óafsakanleg. Við erum búnir að vera hrikalega slappir og erum við bara mjög sorgmæddir og sárir yfir því hvernig við spiluðum úr þessu," bætti Hannes við. „Við vorum í fínni stöðu eftir sigurinn við FH en svo datt einhvernveginn botninn úr þessu öllu saman. Ég er búinn að vera að reyna að útskýra fyrir öllum sem ég þekki undanfarnar vikur hvað gerist hjá okkur í síðari umferðinni," „Það eru allskonar þættir sem spila inn í þetta. Það var mikið svekkelsi að ná ekki að fylgja leiknum við FH eftir með sigri og svo voru næstu leikir eins og þá vorum við alveg búnir að missa þetta alveg en við vorum alltaf að reyna að vinna okkur úr þessu," sagði Hannes. „Það fer enginn í fótboltaleiki án þess að reyna að vinna þá en við lendum í þessari harkalegu lægð þar sem slök spilamennska, óheppni og kannski smá andleysi spilaði inn í og við hrundum bara gjörsamlega. Það var samt mikilvægt að enda þetta tímabil á sigri og byggja á þvi fyrir næsta tímabil," sagði Hannes Þór Halldórsson, leikmaður KR í leikslok.Jóhann Birnir: Langar að taka allavega eitt ár í viðbót „Þetta var ekki merkilegt í dag. Menn ætla alltaf að gíra sig upp í leiki en maður fann það alveg í byrjun leiks að það var lítið undir og því fór sem fór. Við byrjum hrikalega illa og vorum svo skelfilega slakir í seinni hálfleiknum," sagði Jóhann Birnir. „Við erum svona heilt yfir nokkuð sáttir við tímabilið enda fullt af strákum sem eru að spila sitt fyrsta tímabil ásamt því að við urðum fyrir skakkaföllum sem leikmannahópurinn má ekki við," „Ég er samningslaus eftir tímabilið en það eru langmestar líkur á því að ég verði áfram. Mig langar að taka eitt ár í viðbót og finnst mér ég eiga allavega eitt ár í viðbót inni. Þetta er búið að vera fínt tímabil hjá mér og er ég bara nokkuð sáttur við þetta," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd. KR-ingar sem hafa spilað skelfilega illa í síðari umferðinni enda Íslandsmótið í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn hér í dag. Það var ekki margt um manninn í Frostaskjólinu í upphafi leiks enda að litlu að keppa fyrir bæði lið og kalt í veðri. Leikurinn fór þó fjörlega af stað og tók það heimamenn ekki nema rúmlega eina mínútu til þess að komast yfir í leiknum með sjálfsmarki Keflvíkinga. Liðin skiptust á að fá álitleg marktækifæri á næstu mínútum en inn vildi boltinn ekki. Fjörlegur leikur þar sem varnarleikurinn var í öðru sætinu. Það var svo undir lok hálfleiksins sem umdeilt atvik átti sér stað. Þá var Viktori Bjarka Arnarssyni vikið af velli fyrir munnsöfnuð í garð dómara. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn skelfilega illa í síðari hálfleiknum en hann var eign heimamanna. Guðmundur Reynir Gunnarsson kom sínum mönnum í tveggja marka forystu í upphafi hálfleiksins. KR-ingar gulltryggðu sér svo sigurinn á 58. mínútu en þá tókst Þorsteini Már Ragnarssyni að koma boltanum í netið eftir barning í teignum. Auðveldur sigur heimamanna því staðreynd og sigurinn kærkominn eftir brösótt gengi í undanförnum umferðum.Hannes: Sárir og sorgmæddir yfir seinni umferðinni „Þetta var mjög öflugt hjá okkur í dag og í rauninni kærkominn og langþráður sigur, þannig að við erum ánægðir eftir erfitt gengi að undanförnu," sagði Hannes. „Seinni umferðin er búin að vera alveg hræðileg hjá okkur og í rauninni alveg óafsakanleg. Við erum búnir að vera hrikalega slappir og erum við bara mjög sorgmæddir og sárir yfir því hvernig við spiluðum úr þessu," bætti Hannes við. „Við vorum í fínni stöðu eftir sigurinn við FH en svo datt einhvernveginn botninn úr þessu öllu saman. Ég er búinn að vera að reyna að útskýra fyrir öllum sem ég þekki undanfarnar vikur hvað gerist hjá okkur í síðari umferðinni," „Það eru allskonar þættir sem spila inn í þetta. Það var mikið svekkelsi að ná ekki að fylgja leiknum við FH eftir með sigri og svo voru næstu leikir eins og þá vorum við alveg búnir að missa þetta alveg en við vorum alltaf að reyna að vinna okkur úr þessu," sagði Hannes. „Það fer enginn í fótboltaleiki án þess að reyna að vinna þá en við lendum í þessari harkalegu lægð þar sem slök spilamennska, óheppni og kannski smá andleysi spilaði inn í og við hrundum bara gjörsamlega. Það var samt mikilvægt að enda þetta tímabil á sigri og byggja á þvi fyrir næsta tímabil," sagði Hannes Þór Halldórsson, leikmaður KR í leikslok.Jóhann Birnir: Langar að taka allavega eitt ár í viðbót „Þetta var ekki merkilegt í dag. Menn ætla alltaf að gíra sig upp í leiki en maður fann það alveg í byrjun leiks að það var lítið undir og því fór sem fór. Við byrjum hrikalega illa og vorum svo skelfilega slakir í seinni hálfleiknum," sagði Jóhann Birnir. „Við erum svona heilt yfir nokkuð sáttir við tímabilið enda fullt af strákum sem eru að spila sitt fyrsta tímabil ásamt því að við urðum fyrir skakkaföllum sem leikmannahópurinn má ekki við," „Ég er samningslaus eftir tímabilið en það eru langmestar líkur á því að ég verði áfram. Mig langar að taka eitt ár í viðbót og finnst mér ég eiga allavega eitt ár í viðbót inni. Þetta er búið að vera fínt tímabil hjá mér og er ég bara nokkuð sáttur við þetta," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira