Innlent

Segist ekki hafa vald til þess að fresta kosningum

Það hafa verið hörð mótmæli í landinu. Þessi mynd af tekin í byltingunni á síðasta ári.
Það hafa verið hörð mótmæli í landinu. Þessi mynd af tekin í byltingunni á síðasta ári.
Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, tilkynnti í gær að hann hygðist draga verulega úr stjórnarskrárbreytingum, sem hefðu orðið til þess að hann hefði tekið sér einhliða nánast alræðisvald í landinu.

Samkvæmt fréttavef BBC er þetta álitin meiriháttar málamyndunartillaga að hálfu forsetans en ákvörðun hans hefur verið mótmælt af mikilli hörku í Egyptalandi síðustu vikur. Þúsundir hafa mótmælt og fjöldi látist í átökunum og var meðal annars kveikt í skrifstofum Bræðralags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmálaflokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka.

Mótmælendur krefjast þess að fallið verði alfarið frá kosningum um nýja stjórnarskrá í Egyptalandi sem fram eiga að fara í desember. Á það var þó ekki fallist og líta andstæðingar forsetans því svo á að staðan sé óbreytt, mótmælin haldi áfram. Þrátt fyrir að forsetinn hafi fallið frá breytingunni þá eru enn breytingar í stjórnarskránni, þessu tengdu, sem enn standa. Morsi segist ekki hafa vald til þess að fresta kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×