Innlent

Mancini: Áttum ekki skilið að tapa þessum leik

SÁP skrifar
Roberto Mancini á hliðarlínunni í dag
Roberto Mancini á hliðarlínunni í dag Mynd. / Getty Images
„Við unnum deildinni með síðustu snertingu leiksins í fyrra og svona getur einnig gert gegn manni," sagði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir tapið, 3-2, gegn nágrönnum sínum í United í dag.

„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa leiknum í dag, liðið lék vel allan leikinn."

„Fyrstu tuttugu mínútur leiksins snertu þeir varla boltann en fengu eitt færi sem þeir nýttu. Við komum sterkir til baka í síðari hálfleiknum og réðum algjörlega ferðinni þá. Liðið lagði allt í að vinna leikinn og fengum tækifæri til að skora fleiri mörk."

„Liðið hefur sýnt að það er alveg nægilega sterkt til að verja titilinn og getum unnið alla leiki, en stundum tapar maður á heimavelli og við verðum að taka því."

„Tímabilið er langt og það er langt frá því að vera búið. Við getum enn varið titilinn og ætlum okkur það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×