Erlent

Varaforseti Kína sést aftur opinberlega

Xi Jinping varaforseti Kína hitti Leon Panetta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gærdag en það var í fyrsta sinn í tvær vikur sem að Jinping sést opinberlega í Kína.

Hvarf hans úr hinu opinbera sviðsljósi olli miklum vangaveltum í Kína um heilsufar varaforsetans og um mikla valdabaráttu innan kínverska kommúnistaflokksins.

Til stendur að Jinping taki við formannsstöðunni í flokknum og verði jafnframt næsti forseti Kína. Þetta á að gera á flokksþingi flokksins á næstu vikum en dagsetning þess þings hefur enn ekki verið ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×