Enski boltinn

Toure hrifinn af því að fá Van Persie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kolo Toure, leikmaður Manchester City og fyrrum liðsfélagi Robin van Persie, segir að það myndi hjálpa félaginu mikið að fá hollenska framherjann í sínar raðir.

Van Persie ætlar ekki að framlengja samning sinn við Arsenal en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum.

Van Persie hefur einna helst verið orðaður við Manchester City en Arsenal er sagt vera tregt til að selja hann, sérstaklega til keppinauta sinna í ensku úrvalsdeildinni.

„Robin er frábær leikmaður. Ég hef spilað með honum, þekki hann og hann er frábær maður," sagði Toure sem lék með Arsenal á sínum tíma.

„Við erum með frábæra leikmenn hjá liðinu og City gerir það sem félagið vill á leikmannamarkaðnum. En ég veit að það væri frábært að fá Robin því ég veit hvað hann er góður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×