Eygló sigraði eftir harða samkeppni 8. desember 2012 12:39 Eygló Harðardóttir. Eygló Harðardóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, en hún sigraði Willum Þór Þórsson eftir að kosið var aftur á milli þeirra. Engin fékk hreinan meirihluta í fyrsta sæti lista framsóknar í suðvestur kjördæmi í fyrri kosningunni á kjördæmisþingi í morgun. Því þurfti að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Framboðsfrestur rann út 23. nóvember. Sem kunnugt er gaf oddviti listans til 18 ára, Siv Friðleifsdóttir, ekki kost á sér áfram sem leiðtogi kjördæmisins. Sjö gáfu kost á sér í efstu sæti listans. Meðal þessa fólks eru þau Eygló Harðardóttir alþingismaður, Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari, sem gáfu kost á sér í fyrsta sætið. Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur getur kost á sér í fyrsta til annað sæti. Ekkert þeirra fékk yfir hreinan meirihluta í fyrstu kosningum þótt mjög mjótt væri á munum milli Eyglóar og Willums. 643 félagsmenn eiga seturétt á tvöföldu kjördæmisþinginu. Hildur Helga Gísladóttir er formaður Kjördæmissambads framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðin fóru þannig í fyrri atkvæðagreiðslunni að Eygló Harðardóttir fékk 147 atkvæði eða 45,4 prósent. Willum Þór Þórsson fékk 152 atkvæði eða 46,9 prósent og Una María Óskarsdóttir sem bauð sig fram í fyrsta eða annað sæti fékk 25 atkvæði eða 7,7 prósent. Í seinni kosningunni fékk Eygló rúmlega helming greiddra atkvæða, og hafði betur en Willum. Nú verður kosið milli þeirra sem gefa kost á sér neðar á listanum. Sem eru Þorsteinn Sæmundsson rekstrarhagfræðingur í annað sæti, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í annað til fjórða sæti, Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur í þriðja sæti og Sigurjón N. Kjærnested vélaverkfræðingur í fjórða til sjötta sæti. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Eygló Harðardóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, en hún sigraði Willum Þór Þórsson eftir að kosið var aftur á milli þeirra. Engin fékk hreinan meirihluta í fyrsta sæti lista framsóknar í suðvestur kjördæmi í fyrri kosningunni á kjördæmisþingi í morgun. Því þurfti að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Framboðsfrestur rann út 23. nóvember. Sem kunnugt er gaf oddviti listans til 18 ára, Siv Friðleifsdóttir, ekki kost á sér áfram sem leiðtogi kjördæmisins. Sjö gáfu kost á sér í efstu sæti listans. Meðal þessa fólks eru þau Eygló Harðardóttir alþingismaður, Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari, sem gáfu kost á sér í fyrsta sætið. Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur getur kost á sér í fyrsta til annað sæti. Ekkert þeirra fékk yfir hreinan meirihluta í fyrstu kosningum þótt mjög mjótt væri á munum milli Eyglóar og Willums. 643 félagsmenn eiga seturétt á tvöföldu kjördæmisþinginu. Hildur Helga Gísladóttir er formaður Kjördæmissambads framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðin fóru þannig í fyrri atkvæðagreiðslunni að Eygló Harðardóttir fékk 147 atkvæði eða 45,4 prósent. Willum Þór Þórsson fékk 152 atkvæði eða 46,9 prósent og Una María Óskarsdóttir sem bauð sig fram í fyrsta eða annað sæti fékk 25 atkvæði eða 7,7 prósent. Í seinni kosningunni fékk Eygló rúmlega helming greiddra atkvæða, og hafði betur en Willum. Nú verður kosið milli þeirra sem gefa kost á sér neðar á listanum. Sem eru Þorsteinn Sæmundsson rekstrarhagfræðingur í annað sæti, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í annað til fjórða sæti, Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur í þriðja sæti og Sigurjón N. Kjærnested vélaverkfræðingur í fjórða til sjötta sæti.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira