Kýótó-bókunin um losun gróðurhúsaloftegunda framlengd 8. desember 2012 18:13 Mengun í Reykjavík. Myndin er úr safn og tengist ekki fréttinni beint. Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu mun fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, ljúka nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili. Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, lýkur nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili.Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Flest ríki hafa tilkynnt um sjálfviljug markmið um minnkun losunar til 2020, en þau eru ekki lagalega bindandi eins og í Kýótó-bókuninni. Fjögur ríki sem voru með í Kýótó á 1. tímabili verða ekki með á 2. tímabili: Japan, Kanada, Nýja-Sjáland og Rússland. Í Doha komst á skrið ný lota samningaviðræðna, sem miðar að því að koma á bindandi skuldbindingum fyrir öll ríki. Stefnt er að því að ljúka samningi þess efnis árið 2015 og að hann taki gildi árið 2020.Auk framlengingar Kýótó-bókunarinnar voru ýmsar ákvarðanir samþykktar í Doha sem lúta m.a. að því að auka loftslagstengda fjárhagsaðstoð til þróunarríkja og efla dreifingu loftslagsvænnar tækni. Fundurinn samþykkti ályktun um eflda þátttöku kvenna í starfi loftslagssamningsins, sem Ísland stóð að ásamt fjölda annarra ríkja. Ísland hefur lagt áherslu á jafnréttismál á vettvangi Loftslagssamningsins á undanförnum árum og átt þátt í að móta samningstexta og ályktanir um þau mál. Ísland stóð fyrir kynningarviðburði á Doha-fundinum um verkefni í Úganda, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í ákvörðunartöku og aðgerðum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.Ísland er meðal þeirra ríkja sem tekur á sig skuldbindingar um takmörkun á losun á 2. tímabili Kýótó. Ísland tekur á sig sameiginlega skuldbindingu með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu um að draga úr losun um 20% til 2020, miðað við 1990. Með þessu fyrirkomulagi nýta ríkin sér ákvæði í Kýótó-bókuninni , sem heimilar ríkjum að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa á hvert einstakt ríki í hópnum að draga úr losun um 20%, heldur aðeins ríkjahópinn í heild, en ríkin innan hans þurfa svo að ákveða sín á milli hverjar skuldbindingar hvers og eins verður. Gengið verður frá því í kjölfar Doha-fundarins, áður en breytingar á Kýótó-bókuninni verða fullgildar.Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu mun fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, ljúka nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili. Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:Skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda verða framlengdar til ársins 2020, samkvæmt ákvörðun 18. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í dag í Doha í Katar. Fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008-2012, lýkur nú í árslok, en með ákvörðuninni í Doha er tryggt að takmarkanir á losun verða framlengdar á nýju tímabili, 2013-2020. Alls taka 37 ríki á sig bindandi skuldbindingar á nýju tímabili; allt Evrópuríki utan Ástralía. Samtals eru þau með um 15% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, sem er mun minna hlutfall en á 1. tímabili.Á fundinum í Doha lauk nær 7 ára langri lotu samningafunda um framtíð Kýótó og eflingu aðgerða í loftslagsmálum. Flest ríki hafa tilkynnt um sjálfviljug markmið um minnkun losunar til 2020, en þau eru ekki lagalega bindandi eins og í Kýótó-bókuninni. Fjögur ríki sem voru með í Kýótó á 1. tímabili verða ekki með á 2. tímabili: Japan, Kanada, Nýja-Sjáland og Rússland. Í Doha komst á skrið ný lota samningaviðræðna, sem miðar að því að koma á bindandi skuldbindingum fyrir öll ríki. Stefnt er að því að ljúka samningi þess efnis árið 2015 og að hann taki gildi árið 2020.Auk framlengingar Kýótó-bókunarinnar voru ýmsar ákvarðanir samþykktar í Doha sem lúta m.a. að því að auka loftslagstengda fjárhagsaðstoð til þróunarríkja og efla dreifingu loftslagsvænnar tækni. Fundurinn samþykkti ályktun um eflda þátttöku kvenna í starfi loftslagssamningsins, sem Ísland stóð að ásamt fjölda annarra ríkja. Ísland hefur lagt áherslu á jafnréttismál á vettvangi Loftslagssamningsins á undanförnum árum og átt þátt í að móta samningstexta og ályktanir um þau mál. Ísland stóð fyrir kynningarviðburði á Doha-fundinum um verkefni í Úganda, sem miðar að aukinni þátttöku kvenna í ákvörðunartöku og aðgerðum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.Ísland er meðal þeirra ríkja sem tekur á sig skuldbindingar um takmörkun á losun á 2. tímabili Kýótó. Ísland tekur á sig sameiginlega skuldbindingu með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu um að draga úr losun um 20% til 2020, miðað við 1990. Með þessu fyrirkomulagi nýta ríkin sér ákvæði í Kýótó-bókuninni , sem heimilar ríkjum að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar. Þetta þýðir að ekki er gerð krafa á hvert einstakt ríki í hópnum að draga úr losun um 20%, heldur aðeins ríkjahópinn í heild, en ríkin innan hans þurfa svo að ákveða sín á milli hverjar skuldbindingar hvers og eins verður. Gengið verður frá því í kjölfar Doha-fundarins, áður en breytingar á Kýótó-bókuninni verða fullgildar.Ísland hyggst uppfylla sínar skuldbindingar annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir um 30% minnkun nettólosunar í geirum utan viðskiptakerfisins til 2020, miðað við 2005. Ísland mun taka þátt í umræðum með ríkjum ESB og Króatíu á næstunni um frekari útfærslu hinna sameiginlegu skuldbindinga á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira