Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 2-1 | Veðurguðinn bauð í partí Benedikt Bóas Hinriksson á Selfossvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira