Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 2-1 | Veðurguðinn bauð í partí Benedikt Bóas Hinriksson á Selfossvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Daníel Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stjórnaði miðjunni hjá Selfyssingum í kvöld þegar fyrsti leikur Pepsi-deildarinnar í ár fór fram. Ingó stýrði sínum mönnum til 2-1 sigurs á óslípuðum Eyjamönnum. ÍBV mætti varla til leiks í fyrri hálfleik - voru enn í Herjólfi - og voru 2-0 undir í að honum loknum. Ólafur Karl Finsen skoraði mark úr víti strax á fimmtu mínútu og Jón Daði Böðvarsson bætti öðru marki um miðbik hálfleiksins. Selfyssingar í bullandi stuði í fyrri hálfleik þar sem téður Ingólfur og Babacar Sarr stjórnuðu umferðinni. Síðari hálfleikur fór í langar spyrnur og minna fjör þó menn tækjust hressilega á en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn með marki úr víti. Boltinn fór þá í hendina á Endre Brenne og víti dæmt. Lengra komust Eyjamenn ekki og Selfyssingar fögnuðu vel og innilega með Ingólf í fararbroddi þó lagið Hugarró hafi fengið að hljóma eftir leik. Það verður líklega lagað fyrir næsta heimaleik.Ingólfur: Veit ekki á hverju menn byggja þessar spár „Heilt yfir vorum við bara nokkuð ánægðir með þennan sigur," sagði Ingólfur Þórarinsson en hann átti stjörnuleik á miðjunni í kvöld. „Það var ágætis spil í okkar liði en við hefðum kannski þurft að vera rólegri í byrjun á boltanum. Vorum, kannski eðlilega, nokkuð stressaðir og kýldum boltanum langt fram en það spilast á reynsluleysi." Selfyssingum var spáð neðsta sæti deildarinnar í flestum fjölmiðlum. „Ég veit ekki alveg á hverju menn byggja þessa spár. Við erum með fínt lið og erum sterkir þegar við þorum að spila boltanum - þá erum við til alls líklegir," sagði Ingólfur með sínu fallega brosi.Magnús: Leikmenn ekki í agabanni „Við mættum ekki klárir til leiks," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við fengum á okkur víti en mér fannst að það átti að dæma á þá fyrir bakhrindingu. Við gerðum svo klaufaleg mistök í seinna markinu - barnaleg mistök í rauninni og gefum það mark," bætti hann við. „Við reyndum að spila fótbolta en við vorum ekki nógu klárir og því fór sem fór." Tryggvi Guðmundsson er ekki nálægt liðinu en er samt umtalaðasti fótboltamaður landsins eftir að hann var handtekinn ölvaður bak við stýri. Hann er nú í meðferð. Magnús sagði að umræðan um mál Tryggva hafði ekkert með þennan leik að gera. „Nei það held ég ekki. Hann á við sín mál í dag og við vorum ekki að hugsa um það. Það sem fór með þennan leik var að við vorum ekki klárir í upphafi." Magnús neitaði einnig að ÍBV leikmenn hefðu fengið sér í tánna á fimmtudag eins og vísir hefur heimildir fyrir og hefðu verið settir í agabann. „Það var ekkert svoleiðis. Við mættum með 18 í dag og ég treysti þeim fyrir þessum leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira