Fótbolti

Maradona rekinn frá As Wasl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Diego Maradona hefur verið vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri Al Wasl í Dubai Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Frétt þess efnis birtist á opinberi Twitter-síðu félagsins í dag. Orðrómur hefur verið uppi um að Argentínumaðurinn 51 ára yrði látinn taka poka sinn vegna dapurs árangurs á liðnu tímabili.

Al Wasl hafnaði í áttunda sæti í deildinni auk þess að falla úr keppni í átta liða úrslitum í bikarkeppnunum.

Maradona tók við Al Wasl í maí árið 2011 en hann var áður landsliðsþjálfari Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×