Innlent

Lyfjanotkun getur orsakað minnistap

BBI skrifar
Sigmundur í trjálundi.
Sigmundur í trjálundi. Mynd/Rósa Jóhanssdóttir
Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Það vill svo til að mörg þau lyf sem eldra fólk er að taka hafa hvimleiðar aukaverkanir," segir hann en þau draga úr boðflutningum í heila og andlegri getu einstaklingsins.

Hann fjallar einnig um aðrar ástæður fyrir minnistapi sem hvolfist yfir fólk með árunum.

Í lok viðtalsins rekur hann nokkrar leiðir sem menn geta farið til að koma í veg fyrir minnisleysi í elli. „Þar fyrsta tel ég hreyfinguna," segir hann og telur að hreyfing hafi miklu meiri þýðingu en menn áttuðu sig á fyrr á tímum. Einnig skiptir matarræðið máli. Hann fjallar sömuleiðis um lífsstíl og telur miðdegisblund streitulosandi og mjög heilnæman fyrir höfuð fólks. Loks telur hann að höfuðhögg, eins og fólk hlýtur t.d. í knattspyrnu, afar skaðleg.

„Það er svo margt sem kemur inn í þessa mynd. Bara hvernig menn fara með sig," segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×