Kveð besta ár lífs míns 2. janúar 2012 12:00 Vala og Eyjólfur. fréttablaðið/anton „Nú kveð ég fyrsta heila árið mitt sem kona og jafnframt það besta í lífi mínu. Árið hefur verið rússíbanareið og viðstöðulaust ævintýri frá upphafi til enda. Ég hef öðlast gífurlega lífsreynslu og líður eins og ég sé búin að upplifa allt. Þess vegna fer ég sátt inn í rólega pakkann og stjúpmóðurhlutverkið," segir Vala sem heilsar nýju ári með kærastanum Eyjólfi Svani Kristinssyni í faðmi fjölskyldunnar, öðru hvoru megin. „Þetta eru fyrstu áramótin okkar saman og óráðið hvort við verðum hjá hans fólki eða mínu. Það eina sem skiptir máli er að vera fersk saman með börnunum á nýársdag, enda hefur viðhorf mitt breyst síðan ég varð stjúpmamma og nú langar mig ekki jafn mikið á djammið og áður," segir Vala, sæl í nýju hlutverki sem stjúpmóðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til nítján ára. „Árið var gott sem nú er að líða. Það lifði ég sem endurfædd manneskja í eintómri lukku og núna hlotnast mér enn meiri hamingja því ég er svo ástfangin og á fallegasta mann í heimi. Ég bjóst alls ekki við að finna sanna ást svo fljótt en Eyjólfur er sálufélagi minn og sá eini rétti. Ég beinlínis roðna af því einu að tala um hann," segir Vala og hlær hamingjuhlátri, en á milli þeirra Eyjólfs er tólf ára aldursmunur. „Það vita allir hvað er sagt um eldri menn með reynslu," segir hún stríðnislega. „Þeir eru svo miklu betri í rúminu og öruggari með sig. Þeir eru alvöru karlmenn." Markverðast á ári Völu segir hún hafa verið að geta loks verið hún sjálf og líða vel í eigin skinni. „Það var merkileg upplifun að fá loks að njóta mín, sem ég svo sannarlega gerði. Að sanna fyrir sjálfri mér að ég get allt sem hugurinn girnist, án þess að hlusta á úrtölur annarra. Ég hef uppgötvað mig sem sjálfstæða og sterka konu, því nú er ég komin í rétt kynhlutverk og er með eindæmum örugg með mig. Nú er ég loksins eins og ég á að vera." Vala segir skemmtilegast við að vera orðin kona að geta farið í undirfatabúðir. „Sem strákur gat ég alltaf klætt mig í kjól en ég fór aldrei í undirfatabúðir til að kaupa mér nærbuxur og brjóstahaldara í gamla daga. Nú elska ég að vera yfirmáta kynþokkafull og bíða eftir kallinum í sexí undirfötum. Að vera kvenleikinn uppmálaður og æsandi kona," segir Vala og murrar eins og ánægð kisulóra. „Að sjálfsögðu strengi ég áramótaheit. Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló, en hvað er það! Vala Grand þyngdist um fimm kíló! Ég ætla því að léttast, koma mér í form og hætta að reykja," segir hún hlæjandi. „Annars hlakka ég mest til þess að vera stjúpmamma á nýárinu því það á svo vel við mig. Það liggur ekki fyrir mér að eignast börn eftir kynskiptiaðgerðina, en að fá lánaða þessa góðu og fallegu krakka er dásamlegt. Ég er góða stjúpan, dekra þau sem mest ég má, og held að það sé ekkert slæmt að eiga glamúrpíuna mig sem stjúpu," segir Vala í skýjunum með lífsins gang. „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og óska þess að allir geti kvatt gamla árið í sátt og mætt því nýja með brosi á vör." thordis@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Nú kveð ég fyrsta heila árið mitt sem kona og jafnframt það besta í lífi mínu. Árið hefur verið rússíbanareið og viðstöðulaust ævintýri frá upphafi til enda. Ég hef öðlast gífurlega lífsreynslu og líður eins og ég sé búin að upplifa allt. Þess vegna fer ég sátt inn í rólega pakkann og stjúpmóðurhlutverkið," segir Vala sem heilsar nýju ári með kærastanum Eyjólfi Svani Kristinssyni í faðmi fjölskyldunnar, öðru hvoru megin. „Þetta eru fyrstu áramótin okkar saman og óráðið hvort við verðum hjá hans fólki eða mínu. Það eina sem skiptir máli er að vera fersk saman með börnunum á nýársdag, enda hefur viðhorf mitt breyst síðan ég varð stjúpmamma og nú langar mig ekki jafn mikið á djammið og áður," segir Vala, sæl í nýju hlutverki sem stjúpmóðir fjögurra barna á aldrinum fjögurra til nítján ára. „Árið var gott sem nú er að líða. Það lifði ég sem endurfædd manneskja í eintómri lukku og núna hlotnast mér enn meiri hamingja því ég er svo ástfangin og á fallegasta mann í heimi. Ég bjóst alls ekki við að finna sanna ást svo fljótt en Eyjólfur er sálufélagi minn og sá eini rétti. Ég beinlínis roðna af því einu að tala um hann," segir Vala og hlær hamingjuhlátri, en á milli þeirra Eyjólfs er tólf ára aldursmunur. „Það vita allir hvað er sagt um eldri menn með reynslu," segir hún stríðnislega. „Þeir eru svo miklu betri í rúminu og öruggari með sig. Þeir eru alvöru karlmenn." Markverðast á ári Völu segir hún hafa verið að geta loks verið hún sjálf og líða vel í eigin skinni. „Það var merkileg upplifun að fá loks að njóta mín, sem ég svo sannarlega gerði. Að sanna fyrir sjálfri mér að ég get allt sem hugurinn girnist, án þess að hlusta á úrtölur annarra. Ég hef uppgötvað mig sem sjálfstæða og sterka konu, því nú er ég komin í rétt kynhlutverk og er með eindæmum örugg með mig. Nú er ég loksins eins og ég á að vera." Vala segir skemmtilegast við að vera orðin kona að geta farið í undirfatabúðir. „Sem strákur gat ég alltaf klætt mig í kjól en ég fór aldrei í undirfatabúðir til að kaupa mér nærbuxur og brjóstahaldara í gamla daga. Nú elska ég að vera yfirmáta kynþokkafull og bíða eftir kallinum í sexí undirfötum. Að vera kvenleikinn uppmálaður og æsandi kona," segir Vala og murrar eins og ánægð kisulóra. „Að sjálfsögðu strengi ég áramótaheit. Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló, en hvað er það! Vala Grand þyngdist um fimm kíló! Ég ætla því að léttast, koma mér í form og hætta að reykja," segir hún hlæjandi. „Annars hlakka ég mest til þess að vera stjúpmamma á nýárinu því það á svo vel við mig. Það liggur ekki fyrir mér að eignast börn eftir kynskiptiaðgerðina, en að fá lánaða þessa góðu og fallegu krakka er dásamlegt. Ég er góða stjúpan, dekra þau sem mest ég má, og held að það sé ekkert slæmt að eiga glamúrpíuna mig sem stjúpu," segir Vala í skýjunum með lífsins gang. „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og óska þess að allir geti kvatt gamla árið í sátt og mætt því nýja með brosi á vör." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira