Nokkur orð um verðtryggð húsnæðislán Elsa Lára Arnardóttir skrifar 24. desember 2012 06:00 Hingað og ekki lengra, nú er komið að þolmörkum. Hvar er skjaldborgin sem átti að standa vörð um heimilin? Verðtryggð húsnæðislán hafa stökkbreyst á undanförnum árum. Greiðslubyrði heimilanna eykst stöðugt og lítið er gert til að leiðrétta þessi mál. Það er komið nóg og tími kominn til þess að gera breytingar á stöðu þessa hóps sem tók verðtryggð lán. Upphafið Í ársbyrjun 2007 ákváðum við, fjögurra manna fjölskyldan, að stækka við okkur. Bjuggum þá í eldra húsi hér á Skaganum og langaði í nýrra hús sem þarfnaðist minna viðhalds en gamla húsið. Við fórum á stúfana og skoðuðum ýmsar eignir sem voru til sölu en svo ákváðum við að byggja okkur heimili. Sáum að það var hagkvæmasti kosturinn, við gætum unnið sjálf í húsinu um kvöld og helgar og auk þess bauðst okkur að flytja inn á ættingja okkar til að spara leigu. Þetta gerðum við og það tók okkur rétt tæpt ár að koma okkur inn í húsið. Ekki misskilja mig, þarna horfðum við í hverja einustu krónu. Keyptum innréttingar og tæki í ódýrari kantinum. Við tókum verðtryggð lán upp á 28 milljónir þegar við höfðum lokið við húsið. Þá var það metið á 38 milljónir og við nokkuð sátt með stöðuna. Hugsuðum með okkur að við gætum selt húsið ef við myndum lenda í vandræðum.Breytt staða Á haustmánuðum 2008 breyttist staða ansi margra. Íslenska fjármálakerfið hrundi og það hefur enginn sloppið við að verða var við þau ósköp, því miður. Maðurinn minn missti vinnuna um jólin 2008. Sem betur fer fékk hann vinnu á fyrstu mánuðum ársins 2009 en launin voru langt frá því að vera þau sömu og hann var með áður. Það munaði um 240 þúsund útborguðum krónum á mánuði og setti það stórt strik í reikninginn. Við sáum í hvað stefndi og fórum í bankann. Þar tók yndislegt fólk á móti okkur sem vildi allt fyrir okkur gera. Við gerðum samning við bankann sem var þess eðlis að við lögðum öll okkar laun inn á reikning sem bankinn hafði umsjón yfir. Bankinn skammtaði okkur svo pening í hverri viku sem framfærslu. Þetta kerfi hentaði vel, við fengum að halda heimilinu okkar og vorum sátt við það. Viss um að það væri verið að hugsa einhverja almenna aðgerð til hjálpar heimilum í þessari stöðu. Ferlið tók langan tíma, lánin voru fryst og á endanum var okkur boðið upp á 110 % leiðina. Á þessum tíma hafði húsnæðisverðið hrunið og lánin rokið upp.Staðan núna Enn búum við í húsinu okkar. En 110% leiðin hefur lítið hjálpað okkur því húsnæðislánið er að nálgast þær hæðir sem það var í áður en við fengum hjálpina. Maðurinn minn hefur unnið erlendis í tvö ár og þarf að vinna þar áfram því þar bjóðast betri laun. Án þeirra kjara værum við ekki lengur í húsinu. Greiðslubyrðin hefur stóraukist þrátt fyrir að við séum ekki að bæta við okkur neinum nýjum útgjaldaliðum. Þvert á móti höldum við í hverja krónu og skoðum í hvað peningarnir fara. Það spyrja sig líklega einhverjir við lestur þessarar greinar af hverju við búum enn í húsinu. Ég get sagt ykkur það. Við eigum ekki neitt í húsinu og við erum föst. Ef við förum þá þurfum við að borga með okkur og við höfum ekki efni á því, eins og svo margir aðrir sem eru í sömu sporum og við.Breytingar Ég spyr fyrir okkar hönd og fyrir hönd allra þeirra sem eru í sömu stöðu og við, hvenær á að hjálpa heimilunum? Hvenær sjáum við fram á aðgerðir sem hjálpa þessum hópi fólks, áður en stór hluti þeirra fer í þrot? Einhver spyr líklega hvar eigi að fá peninga til þess að leiðrétta þessi lán. Mig langar því að benda á að frá hruni hefur ríkið sett 400 milljarða í fjármálakerfið og 1.000 milljarða í afskriftir fyrirtækjanna. Ég spyr, hvaðan voru þessir peningar teknir?Hingað og ekki lengra Ég er með íbúðarlán sem ég borga 160 þúsund krónur af á mánuði. Lánið stendur í 34 milljónum og í hverjum mánuði hækkar það um u.þ.b 120 þúsund krónur. Það gera um 1.440 þúsund á ári. Ég segi því hingað og ekki lengra. Ég er búin að fá nóg. Hvað með ykkur? Núverandi stjórnmálamenn og þeir sem sækjast eftir kjöri í vor verða að einbeita sér að þessum málum. Komum heimilunum til hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hingað og ekki lengra, nú er komið að þolmörkum. Hvar er skjaldborgin sem átti að standa vörð um heimilin? Verðtryggð húsnæðislán hafa stökkbreyst á undanförnum árum. Greiðslubyrði heimilanna eykst stöðugt og lítið er gert til að leiðrétta þessi mál. Það er komið nóg og tími kominn til þess að gera breytingar á stöðu þessa hóps sem tók verðtryggð lán. Upphafið Í ársbyrjun 2007 ákváðum við, fjögurra manna fjölskyldan, að stækka við okkur. Bjuggum þá í eldra húsi hér á Skaganum og langaði í nýrra hús sem þarfnaðist minna viðhalds en gamla húsið. Við fórum á stúfana og skoðuðum ýmsar eignir sem voru til sölu en svo ákváðum við að byggja okkur heimili. Sáum að það var hagkvæmasti kosturinn, við gætum unnið sjálf í húsinu um kvöld og helgar og auk þess bauðst okkur að flytja inn á ættingja okkar til að spara leigu. Þetta gerðum við og það tók okkur rétt tæpt ár að koma okkur inn í húsið. Ekki misskilja mig, þarna horfðum við í hverja einustu krónu. Keyptum innréttingar og tæki í ódýrari kantinum. Við tókum verðtryggð lán upp á 28 milljónir þegar við höfðum lokið við húsið. Þá var það metið á 38 milljónir og við nokkuð sátt með stöðuna. Hugsuðum með okkur að við gætum selt húsið ef við myndum lenda í vandræðum.Breytt staða Á haustmánuðum 2008 breyttist staða ansi margra. Íslenska fjármálakerfið hrundi og það hefur enginn sloppið við að verða var við þau ósköp, því miður. Maðurinn minn missti vinnuna um jólin 2008. Sem betur fer fékk hann vinnu á fyrstu mánuðum ársins 2009 en launin voru langt frá því að vera þau sömu og hann var með áður. Það munaði um 240 þúsund útborguðum krónum á mánuði og setti það stórt strik í reikninginn. Við sáum í hvað stefndi og fórum í bankann. Þar tók yndislegt fólk á móti okkur sem vildi allt fyrir okkur gera. Við gerðum samning við bankann sem var þess eðlis að við lögðum öll okkar laun inn á reikning sem bankinn hafði umsjón yfir. Bankinn skammtaði okkur svo pening í hverri viku sem framfærslu. Þetta kerfi hentaði vel, við fengum að halda heimilinu okkar og vorum sátt við það. Viss um að það væri verið að hugsa einhverja almenna aðgerð til hjálpar heimilum í þessari stöðu. Ferlið tók langan tíma, lánin voru fryst og á endanum var okkur boðið upp á 110 % leiðina. Á þessum tíma hafði húsnæðisverðið hrunið og lánin rokið upp.Staðan núna Enn búum við í húsinu okkar. En 110% leiðin hefur lítið hjálpað okkur því húsnæðislánið er að nálgast þær hæðir sem það var í áður en við fengum hjálpina. Maðurinn minn hefur unnið erlendis í tvö ár og þarf að vinna þar áfram því þar bjóðast betri laun. Án þeirra kjara værum við ekki lengur í húsinu. Greiðslubyrðin hefur stóraukist þrátt fyrir að við séum ekki að bæta við okkur neinum nýjum útgjaldaliðum. Þvert á móti höldum við í hverja krónu og skoðum í hvað peningarnir fara. Það spyrja sig líklega einhverjir við lestur þessarar greinar af hverju við búum enn í húsinu. Ég get sagt ykkur það. Við eigum ekki neitt í húsinu og við erum föst. Ef við förum þá þurfum við að borga með okkur og við höfum ekki efni á því, eins og svo margir aðrir sem eru í sömu sporum og við.Breytingar Ég spyr fyrir okkar hönd og fyrir hönd allra þeirra sem eru í sömu stöðu og við, hvenær á að hjálpa heimilunum? Hvenær sjáum við fram á aðgerðir sem hjálpa þessum hópi fólks, áður en stór hluti þeirra fer í þrot? Einhver spyr líklega hvar eigi að fá peninga til þess að leiðrétta þessi lán. Mig langar því að benda á að frá hruni hefur ríkið sett 400 milljarða í fjármálakerfið og 1.000 milljarða í afskriftir fyrirtækjanna. Ég spyr, hvaðan voru þessir peningar teknir?Hingað og ekki lengra Ég er með íbúðarlán sem ég borga 160 þúsund krónur af á mánuði. Lánið stendur í 34 milljónum og í hverjum mánuði hækkar það um u.þ.b 120 þúsund krónur. Það gera um 1.440 þúsund á ári. Ég segi því hingað og ekki lengra. Ég er búin að fá nóg. Hvað með ykkur? Núverandi stjórnmálamenn og þeir sem sækjast eftir kjöri í vor verða að einbeita sér að þessum málum. Komum heimilunum til hjálpar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun