Innflutningsbann á jólatré? 14. desember 2012 07:00 Allt að fjögur af hverjum fimm jólatrjám sem seld eru hér á landi eru innfluttir nordmannsþinir. Fréttablaðið/Vilhelm Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning. Skógfræðingar leggja til bann við innflutningi á jólatrjám vegna áður óþekkts átusvepps sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Innfluttur normannsþinur stendur hér undir allt að 80 prósentum af jólatrjáasölu. „Með áframhaldandi innflutningi á þin til Íslands er það ekki spurning hvort heldur hvenær sjúkdómurinn skýtur upp kollinum í íslenskum þinskógum,“ segir í samantekt tveggja sérfræðinga Skógræktar ríkisins um málið, þeirra Brynjars Skúlasonar og Halldórs Sverrissonar. Brynjar er sérfróður um skógerfðafræði og erfðavistfræði og Halldór um plöntusjúkdóma og kynbætur trjáa. Halldór segir átusveppinn af ættkvíslinni Neonectria en tegundin sé óviss. Gróhirslur sveppsins séu í klösum af rauðum vörtum sem sprengi sig út úr berkinum. „En þetta er svo nýtilkomið og ekki mikið vitað enn þá,“ segir hann. Hins vegar hafi þinurinn hingað til verið talinn mjög heilbrigður og lítil hætta vegna sjúkdóma eða meindýra sem fylgt gætu jólatrjám. Þinur var því ekki á bannlista eins og aðrar ættkvíslir barrtrjáa í ræktun þegar reglugerð um inn- og útflutning á plöntum tók gildi árið 1990. „En það gæti breytt málinu ef þetta reynist eitthvað sem máli skiptir.“ Vísbendingar eru um að átusveppurinn leggist á fleiri tré, svo sem á rauðgreni. „Reynist svo vera þá er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að miklu meira er í húfi.“ Halldór bendir á að rauðgreni sé annað aðaljólatré landsins. „Hitt er stafafuran.“ Þá bendir Brynjar á að leggist sveppurinn á fleiri tré en þin geti það haft áhrif á alla garð- og skógrækt hér á landi. Halldór og Brynjar eru sammála um að rétt væri að banna innflutning á normannsþin, í það minnsta tímabundið þar til í ljós kemur hversu mikil hætta stafar af átunni. „En því verður náttúrulega ekki komið á strax, til þess vitum við ekki enn nógu mikið. En hugsanlega gæti verið komið bann fyrir næstu jól, ef þetta reynist svona skæður sjúkdómur,“ segir Halldór og bendir á að nú standi yfir endurskoðun á reglugerðinni um innflutning plantna hjá nefnd í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.- óká Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning. Skógfræðingar leggja til bann við innflutningi á jólatrjám vegna áður óþekkts átusvepps sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Innfluttur normannsþinur stendur hér undir allt að 80 prósentum af jólatrjáasölu. „Með áframhaldandi innflutningi á þin til Íslands er það ekki spurning hvort heldur hvenær sjúkdómurinn skýtur upp kollinum í íslenskum þinskógum,“ segir í samantekt tveggja sérfræðinga Skógræktar ríkisins um málið, þeirra Brynjars Skúlasonar og Halldórs Sverrissonar. Brynjar er sérfróður um skógerfðafræði og erfðavistfræði og Halldór um plöntusjúkdóma og kynbætur trjáa. Halldór segir átusveppinn af ættkvíslinni Neonectria en tegundin sé óviss. Gróhirslur sveppsins séu í klösum af rauðum vörtum sem sprengi sig út úr berkinum. „En þetta er svo nýtilkomið og ekki mikið vitað enn þá,“ segir hann. Hins vegar hafi þinurinn hingað til verið talinn mjög heilbrigður og lítil hætta vegna sjúkdóma eða meindýra sem fylgt gætu jólatrjám. Þinur var því ekki á bannlista eins og aðrar ættkvíslir barrtrjáa í ræktun þegar reglugerð um inn- og útflutning á plöntum tók gildi árið 1990. „En það gæti breytt málinu ef þetta reynist eitthvað sem máli skiptir.“ Vísbendingar eru um að átusveppurinn leggist á fleiri tré, svo sem á rauðgreni. „Reynist svo vera þá er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að miklu meira er í húfi.“ Halldór bendir á að rauðgreni sé annað aðaljólatré landsins. „Hitt er stafafuran.“ Þá bendir Brynjar á að leggist sveppurinn á fleiri tré en þin geti það haft áhrif á alla garð- og skógrækt hér á landi. Halldór og Brynjar eru sammála um að rétt væri að banna innflutning á normannsþin, í það minnsta tímabundið þar til í ljós kemur hversu mikil hætta stafar af átunni. „En því verður náttúrulega ekki komið á strax, til þess vitum við ekki enn nógu mikið. En hugsanlega gæti verið komið bann fyrir næstu jól, ef þetta reynist svona skæður sjúkdómur,“ segir Halldór og bendir á að nú standi yfir endurskoðun á reglugerðinni um innflutning plantna hjá nefnd í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.- óká
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira