Þrjú hjól undir bílnum – staða heimila með lánsveð Elín Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Þetta er í vinnslu“, „Verið er að ræða þetta“ og „Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vandamála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða húsnæðisskuldara eftir efnahagshrunið 2008 er eitt slíkt vandamál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum vanskilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps. Jafna verður stöðu skuldara með lánsveð þannig að hún verði sambærileg stöðu annarra húsnæðisskuldara. Það er bæði brýnt út frá sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum. Skýrsla nefndar efnahagsráðherra sem tók út framkvæmd á 110% leiðinni kom út í september 2011. Þar kom meðal annars fram að það voru einna helst þeir sem vildu sýna aðhald og varkárni við húsnæðiskaup sem tóku lánsveð. Önnur niðurstaða var sú að sá hópur hefði setið eftir við framkvæmd 110% leiðarinnar og standi því nú verr að vígi en þeir sem tóku 100% lán hjá viðskiptabönkunum. Margir hafa reynt að vekja athygli á þessari stöðu lánsveðsskuldara og því óréttlæti sem skuldarar með lánsveð hafa verið beittir við framkvæmd 110% leiðarinnar fram til þessa. Rúmt ár er nú liðið frá því að skýrslan kom út og enn þá hefur ekkert gerst og staða skuldara með lánsveð verri en staða annarra húsnæðisskuldara. „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó…“ segir í gömlum texta. Ég hef þó áhyggjur af því að hjólin undir bílnum hjá fjölskyldum með lánsveð séu orðin mun færri en þrjú og að bíllinn fari að stöðvast hjá ansi mörgum, sem nú eru fangar með fjölskyldur sínar í mikið yfirveðsettu húsnæði og komast ekkert, frekar en bíll sem vantar öll hjólin undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þetta er í vinnslu“, „Verið er að ræða þetta“ og „Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vandamála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða húsnæðisskuldara eftir efnahagshrunið 2008 er eitt slíkt vandamál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum vanskilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps. Jafna verður stöðu skuldara með lánsveð þannig að hún verði sambærileg stöðu annarra húsnæðisskuldara. Það er bæði brýnt út frá sanngirnis- og réttlætissjónarmiðum. Skýrsla nefndar efnahagsráðherra sem tók út framkvæmd á 110% leiðinni kom út í september 2011. Þar kom meðal annars fram að það voru einna helst þeir sem vildu sýna aðhald og varkárni við húsnæðiskaup sem tóku lánsveð. Önnur niðurstaða var sú að sá hópur hefði setið eftir við framkvæmd 110% leiðarinnar og standi því nú verr að vígi en þeir sem tóku 100% lán hjá viðskiptabönkunum. Margir hafa reynt að vekja athygli á þessari stöðu lánsveðsskuldara og því óréttlæti sem skuldarar með lánsveð hafa verið beittir við framkvæmd 110% leiðarinnar fram til þessa. Rúmt ár er nú liðið frá því að skýrslan kom út og enn þá hefur ekkert gerst og staða skuldara með lánsveð verri en staða annarra húsnæðisskuldara. „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó…“ segir í gömlum texta. Ég hef þó áhyggjur af því að hjólin undir bílnum hjá fjölskyldum með lánsveð séu orðin mun færri en þrjú og að bíllinn fari að stöðvast hjá ansi mörgum, sem nú eru fangar með fjölskyldur sínar í mikið yfirveðsettu húsnæði og komast ekkert, frekar en bíll sem vantar öll hjólin undir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun