LSH fær 150 milljónir í tæki SV skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Landspítalanum (LSH) eru úthlutaðar 150 milljónir króna til tækjakaupa í fjáraukalögum þessa árs. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 50 milljónir króna. Fjáraukalögin voru afgreidd út úr fjárlaganefnd Alþingis í gærmorgun. Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG og formaður fjárlaganefndar, segir að heilt yfir sé um litlar breytingar að ræða. „Niðurstaðan er vel innan allra skekkjumarka, sérstaklega miðað við síðustu ár og áratugi," segir hann. „Tíðindin eru kannski þau og að það sé að takast að halda fjárlög betur en áður." Hann bendir á að þetta sé í fyrsta sinn í áratug sem framlög eru aukin til tækjakaupa á sjúkrahúsunum tveimur og þetta sé bara byrjunin. Fjárframlög til tækjakaupa á spítalanum hafi verið skorin niður um helming í góðærinu, en nú standi til að rétta skekkjuna við eins og hægt er. Björn Zoëga, framkvæmdastjóri LSH, segir að með þessu sé verið að bæta spítalanum þau tækjakaup sem gerð hafa verið í brýnni neyð undanfarið. „Við erum gífurlega ánægð með að verið sé að sýna okkur skilning á þessum kaupum. Þetta dekkar þau upp að einhverju marki," segir Björn. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 200 til 260 milljónum króna í tækjakaup til spítalans. Björn segir spítalann þó þurfa um milljarð á ári í þrjú ár til að koma málum í höfn. Aðrar breytingar í fjáraukalögum eru þær að vaxtagjöld eru tæpum 4,4 milljörðum lægri en búist var við og einnig kemur inn ríkisábyrgð vegna falls Kaupþings upp á 3,1 milljarð króna. Upphæðin er tilkomin vegna skuldabréfa sem fyrirrennarar Kaupþings gáfu út á meðan bankarnir voru enn í ríkiseigu á síðustu öld. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Landspítalanum (LSH) eru úthlutaðar 150 milljónir króna til tækjakaupa í fjáraukalögum þessa árs. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 50 milljónir króna. Fjáraukalögin voru afgreidd út úr fjárlaganefnd Alþingis í gærmorgun. Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG og formaður fjárlaganefndar, segir að heilt yfir sé um litlar breytingar að ræða. „Niðurstaðan er vel innan allra skekkjumarka, sérstaklega miðað við síðustu ár og áratugi," segir hann. „Tíðindin eru kannski þau og að það sé að takast að halda fjárlög betur en áður." Hann bendir á að þetta sé í fyrsta sinn í áratug sem framlög eru aukin til tækjakaupa á sjúkrahúsunum tveimur og þetta sé bara byrjunin. Fjárframlög til tækjakaupa á spítalanum hafi verið skorin niður um helming í góðærinu, en nú standi til að rétta skekkjuna við eins og hægt er. Björn Zoëga, framkvæmdastjóri LSH, segir að með þessu sé verið að bæta spítalanum þau tækjakaup sem gerð hafa verið í brýnni neyð undanfarið. „Við erum gífurlega ánægð með að verið sé að sýna okkur skilning á þessum kaupum. Þetta dekkar þau upp að einhverju marki," segir Björn. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 200 til 260 milljónum króna í tækjakaup til spítalans. Björn segir spítalann þó þurfa um milljarð á ári í þrjú ár til að koma málum í höfn. Aðrar breytingar í fjáraukalögum eru þær að vaxtagjöld eru tæpum 4,4 milljörðum lægri en búist var við og einnig kemur inn ríkisábyrgð vegna falls Kaupþings upp á 3,1 milljarð króna. Upphæðin er tilkomin vegna skuldabréfa sem fyrirrennarar Kaupþings gáfu út á meðan bankarnir voru enn í ríkiseigu á síðustu öld.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira