Grískt samfélag að komast á ystu nöf Guðsteinn skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Tveir mótmælendur tylltu sér stundarkorn meðan lögreglan beið átekta.nordicphotos/AFP Á sjúkrahúsi einu í Aþenu hefur verið sett upp skilti á vegg þar sem sjúklingar og ættingjar þeirra eru beðnir um að haga sér sómasamlega: „Læknar á vakt hafa ekki fengið greidd laun síðan í maí,“ stendur á skiltinu. „Vinsamlega sýnið störfum þeirra virðingu.“ Skilti af þessu tagi sjást orðið víða í Grikklandi, enda missa um þúsund manns vinnuna þar í landi daglega og þeir sem fá greidd laun sín á réttum tíma telja sig vera heppna. Við fyrstu sýn virðist lífið ganga sinn vanagang í Aþenu. Mótmæli stór eða smá eru samt nánast daglegur viðburður og reglulega má sjá hópa þjóðernisöfgamanna berja á útlendingum, en hópar stjórnleysingja sjást líka berja þjóðernisöfgamenn. „Þjóðfélagið okkar er á heljarþröm,“ sagði Nikos Dendias, ráðherra í grísku stjórninni, stuttu eftir að skipasmíðamenn í verkfalli réðust inn á lóð varnarmálaráðuneytisins. „Ef okkur tekst ekki að halda okkur í skefjum, ef okkur tekst ekki að halda í samstöðuna, ef okkur tekst ekki að halda okkur innan ramma laganna, þá óttast ég að við endum í frumskóginum.“ Þrjú ár eru liðin síðan gríska stjórnin upplýsti hin evruríkin um að fjárlagahalli Grikklands væri mun hærri en áður hefði verið fullyrt. Þetta varð upphafið að kreppu evrusvæðisins, sem enn íþyngir nokkrum ríkjum þess verulega. Ótal fundir hafa verið haldnir, þar sem bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa reynt að finna leiðir til að halda vandanum í skefjum. Grikkland hefur þurft að skera harkalega niður í ríkisfjármálum, meðal annars með því að lækka laun og hækka skatta, í skiptum fyrir lán úr neyðarsjóði ESB og frá AGS upp á samtals 240 milljarða evra, eða nærri 40.000 milljarða króna. Niðurskurðurinn hefur komið harkalega niður á almenningi í Grikklandi, sem sér ekki fram á annað en djúpa kreppu næstu árin. Þúsundir fyrirtækja hafa farið á hausinn, atvinnuleysi er komið yfir 25 prósent og meira en helmingur yngri kynslóðarinnar er atvinnulaus. Stjórnvöld hafa síðustu vikurnar þurft að lofa enn frekari niðurskurði til að uppfylla þau skilyrði sem ESB og AGS setja fyrir næstu innborgun úr neyðarsjóðnum. Á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði ræðst hvort nýjustu loforð grísku stjórnarinnar verða látin duga. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Á sjúkrahúsi einu í Aþenu hefur verið sett upp skilti á vegg þar sem sjúklingar og ættingjar þeirra eru beðnir um að haga sér sómasamlega: „Læknar á vakt hafa ekki fengið greidd laun síðan í maí,“ stendur á skiltinu. „Vinsamlega sýnið störfum þeirra virðingu.“ Skilti af þessu tagi sjást orðið víða í Grikklandi, enda missa um þúsund manns vinnuna þar í landi daglega og þeir sem fá greidd laun sín á réttum tíma telja sig vera heppna. Við fyrstu sýn virðist lífið ganga sinn vanagang í Aþenu. Mótmæli stór eða smá eru samt nánast daglegur viðburður og reglulega má sjá hópa þjóðernisöfgamanna berja á útlendingum, en hópar stjórnleysingja sjást líka berja þjóðernisöfgamenn. „Þjóðfélagið okkar er á heljarþröm,“ sagði Nikos Dendias, ráðherra í grísku stjórninni, stuttu eftir að skipasmíðamenn í verkfalli réðust inn á lóð varnarmálaráðuneytisins. „Ef okkur tekst ekki að halda okkur í skefjum, ef okkur tekst ekki að halda í samstöðuna, ef okkur tekst ekki að halda okkur innan ramma laganna, þá óttast ég að við endum í frumskóginum.“ Þrjú ár eru liðin síðan gríska stjórnin upplýsti hin evruríkin um að fjárlagahalli Grikklands væri mun hærri en áður hefði verið fullyrt. Þetta varð upphafið að kreppu evrusvæðisins, sem enn íþyngir nokkrum ríkjum þess verulega. Ótal fundir hafa verið haldnir, þar sem bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa reynt að finna leiðir til að halda vandanum í skefjum. Grikkland hefur þurft að skera harkalega niður í ríkisfjármálum, meðal annars með því að lækka laun og hækka skatta, í skiptum fyrir lán úr neyðarsjóði ESB og frá AGS upp á samtals 240 milljarða evra, eða nærri 40.000 milljarða króna. Niðurskurðurinn hefur komið harkalega niður á almenningi í Grikklandi, sem sér ekki fram á annað en djúpa kreppu næstu árin. Þúsundir fyrirtækja hafa farið á hausinn, atvinnuleysi er komið yfir 25 prósent og meira en helmingur yngri kynslóðarinnar er atvinnulaus. Stjórnvöld hafa síðustu vikurnar þurft að lofa enn frekari niðurskurði til að uppfylla þau skilyrði sem ESB og AGS setja fyrir næstu innborgun úr neyðarsjóðnum. Á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði ræðst hvort nýjustu loforð grísku stjórnarinnar verða látin duga.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira