Koma á böndum á beit og græða land 29. október 2012 07:00 Þingmenn skiptust fyrir helgi á skoðunum um beitarstýringu. Varað var við skotgrafaumræðum og töldu flestir alla, bændur líka, sammála um að ofbeit bæri að varast. Fréttablaðið/Stefán Samstarfsnefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu á að skila ráðherrum ráðleggingum sínum eftir rúman mánuð. Þetta kom fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. Jón Kr. Arnarson, varaþingmaður Hreyfingarinnar, tók upp umræðu um beit og sjálfbæra landnýtingu, sem hann sagði komna í hámæli á ný í kjölfar myndar Herdísar Þorvaldsdóttur, Fjallkonan hrópar á vægð. Benti hann á að Bændasamtökin hefðu líka sent frá sér mynd, Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð, nokkurs konar svar við mynd Herdísar. ?Þrátt fyrir að þarna séu andstæð sjónarmið á lofti má finna samhljóm í þessum myndum,? sagði Jón. Meðal annars kæmi fram í þeim báðum að ofbeit fyrri áratuga hefði verið óviðunandi. ?Það er þó rangt, sem er eitt megináhersluatriði myndar Bændasamtakanna, að nú sé fátt fé á Íslandi og vandamál fyrri áratuga og alda séu úr sögunni. Vissulega hefur fé fækkað frá því sem mest var í lok áttunda áratugarins en í sögulegu samhengi er enn margt fé á landinu.? Jón sagðist jafnframt telja gæðastýringu í sauðfjárrækt hafa misheppnast hvað landnýtingu varðaði, það væri samdóma álit flestra sem að málum kæmu. ?Með því að nýta auðnir og rofasvæði er verið að leggja að jöfnu afrétti sem annars vegar eru nánast algrónir en hins vegar með aðeins eins til tuttugu prósenta skógarþekju,? sagði hann og kvað grafalvarlegt að nýting á auðnum og rofasvæðum skyldi studd af skattborgurum með beingreiðslum til bænda. ?Á hitt ber einnig að líta að lítill hluti fjár landsmanna, kannski tíu prósent, gengur á þessum svæðum og það eru í rauninni ekki margir bændur sem þurfa að treysta á beit á þessu svæði.? Skoraði Jón á Svandísi að beita sér fyrir því að stöðva þessa beit og finna um leið ?sanngjarna úrlausn fyrir þá bændur sem nú reka á þessa afrétti?. Auk starfs samstarfsnefndarinnar sagði Svandís heildarendurskoðun á landgræðslulögunum frá 1965 hafa farið fram. ?Greinargerð nefndar sem fjallaði um þessi mál liggur fyrir og hún hefur verið í kynningu og næstu skref eru síðan að vinna úr þeirri skýrslu. Það er meðal annars til þess að koma böndum yfir nákvæmlega þau mál sem háttvirtur þingmaður nefnir. ?olikr@frettabladid.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Samstarfsnefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu á að skila ráðherrum ráðleggingum sínum eftir rúman mánuð. Þetta kom fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi. Jón Kr. Arnarson, varaþingmaður Hreyfingarinnar, tók upp umræðu um beit og sjálfbæra landnýtingu, sem hann sagði komna í hámæli á ný í kjölfar myndar Herdísar Þorvaldsdóttur, Fjallkonan hrópar á vægð. Benti hann á að Bændasamtökin hefðu líka sent frá sér mynd, Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð, nokkurs konar svar við mynd Herdísar. ?Þrátt fyrir að þarna séu andstæð sjónarmið á lofti má finna samhljóm í þessum myndum,? sagði Jón. Meðal annars kæmi fram í þeim báðum að ofbeit fyrri áratuga hefði verið óviðunandi. ?Það er þó rangt, sem er eitt megináhersluatriði myndar Bændasamtakanna, að nú sé fátt fé á Íslandi og vandamál fyrri áratuga og alda séu úr sögunni. Vissulega hefur fé fækkað frá því sem mest var í lok áttunda áratugarins en í sögulegu samhengi er enn margt fé á landinu.? Jón sagðist jafnframt telja gæðastýringu í sauðfjárrækt hafa misheppnast hvað landnýtingu varðaði, það væri samdóma álit flestra sem að málum kæmu. ?Með því að nýta auðnir og rofasvæði er verið að leggja að jöfnu afrétti sem annars vegar eru nánast algrónir en hins vegar með aðeins eins til tuttugu prósenta skógarþekju,? sagði hann og kvað grafalvarlegt að nýting á auðnum og rofasvæðum skyldi studd af skattborgurum með beingreiðslum til bænda. ?Á hitt ber einnig að líta að lítill hluti fjár landsmanna, kannski tíu prósent, gengur á þessum svæðum og það eru í rauninni ekki margir bændur sem þurfa að treysta á beit á þessu svæði.? Skoraði Jón á Svandísi að beita sér fyrir því að stöðva þessa beit og finna um leið ?sanngjarna úrlausn fyrir þá bændur sem nú reka á þessa afrétti?. Auk starfs samstarfsnefndarinnar sagði Svandís heildarendurskoðun á landgræðslulögunum frá 1965 hafa farið fram. ?Greinargerð nefndar sem fjallaði um þessi mál liggur fyrir og hún hefur verið í kynningu og næstu skref eru síðan að vinna úr þeirri skýrslu. Það er meðal annars til þess að koma böndum yfir nákvæmlega þau mál sem háttvirtur þingmaður nefnir. ?olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira