Innlent

Toyota kallar inn 3.690 bíla

BÞH skrifar
Toyota Verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bíla um heim allan.
fréttablaðið/vilhelm
Toyota Verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bíla um heim allan. fréttablaðið/vilhelm
Bílar Toyota á Íslandi þarf að innkalla 3.690 bifreiðar hérlendis, en Toyota-verksmiðjurnar innkalla nú 7,4 milljónir bifreiða um allan heim vegna bilaðs hnapps í bílstjórahurð.

Um er að ræða Corolla, Yaris, Auris og Rav 4 af árgerð 2006 til 2008. Eigendur þessara bifreiða verða boðaðir með bíla sína í viðgerð á næstu dögum. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerðin taki meira en klukkutíma. Bilunin lýsir sér þannig að hnappur í bílstjórahurð bílanna stendur á sér. Eigendur umræddra bifreiða munu ekki bera neinn kostnað af innkölluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×