Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Tvöfaldur lokaþáttur

Gamla markamaskínan Hörður Magnússon stýrir umferðinni í Pepsi-mörkunum.
fréttablaðið/stefán
Gamla markamaskínan Hörður Magnússon stýrir umferðinni í Pepsi-mörkunum. fréttablaðið/stefán
Strákarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport verða á vaktinni í allan dag. Hitað verður upp fyrir leikina klukkan 13.45 og þegar lokaumferð Pepsi-deildarinnar er lokið tekur við tveggja tíma uppgjör Pepsi-markanna.

Það hefst klukkan 15.50 og mun standa til 17.55. Í fyrri hlutanum verður lokaumferð deildarinnar gerð upp og í seinni hlutanum verður sumarið gert upp í heild sinni.

Venju samkvæmt verður lið ársins, leikmaður ársins og mark ársins valið. Einnig verða mörg áhugaverð innslög í þættinum eins og ástarsamband ársins, dýfur ársins, óheppnasti leikmaðurinn og slátrari ársins svo fátt eitt sé nefnt.

Hörður Magnússon mun stýra þættinum líkt og í allt sumar og með honum verða allir sérfræðingar þáttarins, þeir Hjörvar Hafliðason, Tómas Ingi Tómasson og Reynir Leósson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×