Innlent

Brynjar situr enn í fangelsi

Brynjar Mettinisson
Brynjar Mettinisson
Brynjar Mettinisson situr enn í fangelsi í Bangkok í Taílandi, þrátt fyrir að hafa verið sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot fyrir rúmum sjö vikum. Dómnum var ekki áfrýjað.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins getur skrifræðið ytra verið þungt í vöfum og fangelsismálayfirvöld bíða enn eftir formlegri staðfestingu frá lögreglunni á því að leysa beri Brynjar úr haldi. Hugsanlegt er talið að það geti dregist fram að mánaðamótum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×