Foreldrar berjast við kerfið fyrir talþjálfun 17. september 2012 02:00 „Það mætti alveg einfalda lífið og færa þessa þjónustu inn í skólana,“ segir Sigurður Jónas Eggertsson. Hann kveður mjög erfitt fyrir foreldra að þeytast um allt með börn í alls kyns greiningar og til sérfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Það er óskiljanlegt að ekki sé meiri skilningur hjá stjórnvöldum vegna talþjálfunar,? segir Sigurður Jónas Eggertsson, faðir barns sem er með þroskahömlun og þarf á aðstoð talmeinafræðings að halda. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku neitar Hveragerðisbær að greiða niður kostnað vegna talþjálfunar stúlku í bænum. Samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga eiga sveitarfélögin að greiða niður átján tíma talþjálfun barna á ákveðnu tímabili í þjálfunarferlinu skömmu eftir að börnin hefja skólagöngu. Að minnsta kosti sum sveitarfélög neita að greiða og benda á að þau séu ekki aðili að þessum samningi. Móðir níu ára stúlku í Reykjavík, sem ekki vill láta nafns getið, segir að vegna að máls dóttur hennar hafi verið sendar inn kærur til velferðarráðuneytisins annars vegar vegna synjunar Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar almannatrygginga hins vegar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands. Móðirin bendir á að tími hjá talmeinafræðingi kosti 7.600 krónur. Það muni um slíka upphæð í hverri viku, sérstaklega hjá öryrkjum eins og hún sé. Málið sé afar snúið fyrir fólk á borð við erlenda foreldra barna með talerfiðleika. Kerfið sé frumskógur þar sem auðvelt sé að rekast á hindranir. Sjúkratryggingar borga 80 prósent af gjaldinu fyrir þann fjölda tíma sem stofnunin samþykkir. ?Ég er tilbúin að berjast alla leið fyrir dóttur mína og öll önnur börn sem þurfa á þessu að halda,? segir móðirin sem kveðst njóta stuðnings umboðsmanns barna og munu fara með málið til umboðsmanns Alþingis ef þörf krefji. Sigurður Jónas segir að líta verði til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um að það eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og aðrir. ?Það finnst öllum sjálfsagt að kenna börnum að lesa og skrifa vel og því er óskiljanlegt að talþjálfun sé þar undanskilin. Talþjálfun eykur mannlega getu, gefur meiri reisn, styrkir sjálfsímynd, bætir félagslega hæfni og jafnvel dregur úr einelti. Hér eru stjórnvöld og bæjarfélög að þverbrjóta á réttindum barna með sérþarfir,? segir Sigurður sem telur talþjálfun vera sjálfsagðan hluta af kennslu og eiga að vera í boði í öllum skólum landsins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira