Fagna sigri en hafa samt misst völdin 11. september 2012 03:30 Albert Ho, James To og fleiri forystumenn lýðræðisflokkanna í Hong Kong sigurreifir á blaðamannafundi eftir kosningarnar. fréttablaðið/AP Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa misst meirihluta sinn á landsþingi í kosningum, þrátt fyrir að hafa fengið meirihluta atkvæða almennings. Albert Ho, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Hong Kong, sagði af sér í gær eftir að lýðræðisflokkar höfðu misst meirihluta í þingkosningum á sunnudag. Hann segir lélegan árangur lýðræðissinna í kosningunum fyrst og fremst því að kenna hve mikill og hávær ágreiningur hefur verið innan fylkingar lýðræðissinna, sem skiptist í marga litla flokka. Kosningaþátttakan var 53 prósent, sem þykir gott og bendir til þess að almenningur vilji breytingar og sé óánægður með landstjórann C.Y. Leung, sem er fulltrúi Kínastjórnar. Undanfarnar vikur hafa verið fjölmenn mótmæli gegn áformum stjórnarinnar um að tryggja Kínastjórn meiri völd í Hong Kong. Mótmælin urðu til þess að stjórnin hvarf frá þessum áformum, en enginn lýðræðisflokkanna hefur samt náð að tryggja sér yfirgnæfandi stuðning. Flokkar lýðræðissinna fengu þannig aðeins 27 þingsæti af alls 70, þrátt fyrir að hafa fengið rúman meirihluta af atkvæðum almennings. Atkvæði almennings ráða hins vegar einungis fjörutíu þingsætum, því þrjátíu þingsæti eru kosin af fyrirtækjum og hagsmunasamtökum í Hong Kong. Í flestum tilfellum eru það fulltrúar eða fylgjendur Kínastjórnar sem fara með yfirráð í þessum fyrirtækjum og hagsmunasamtökum. Flokkar sem fylgja Kínastjórn að málum fengu því 43 þingsæti og eru með öruggan meirihluta á nýja þinginu. Lýðræðisflokkarnir héldu samt nægum þingmannafjölda til að geta komið í veg fyrir stjórnarskrárbreytingar, og geta því stöðvað öll hugsanleg áform nýja meirihlutans um að draga úr lýðræði í Hong Kong og færa aukin völd til Kínastjórnar. Hong Kong var breskt yfirráðasvæði til ársins 1997, en þá rann út samningur um yfirráð Breta og Hong Kong fór undir Kínastjórn. Íbúum í Hong Kong var þó lofað að fá að hafa heimastjórn í að minnsta kosti fimmtíu ár með óbreyttu viðskiptafrelsi, þrátt fyrir að Kína tæki við yfirráðunum. Kínastjórn hefur einnig lofað Hong Kong-búum að fá að kjósa sér sjálfir landstjóra árið 2017 og að allt þingið verði kosið af íbúum frá og með 2020. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa misst meirihluta sinn á landsþingi í kosningum, þrátt fyrir að hafa fengið meirihluta atkvæða almennings. Albert Ho, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Hong Kong, sagði af sér í gær eftir að lýðræðisflokkar höfðu misst meirihluta í þingkosningum á sunnudag. Hann segir lélegan árangur lýðræðissinna í kosningunum fyrst og fremst því að kenna hve mikill og hávær ágreiningur hefur verið innan fylkingar lýðræðissinna, sem skiptist í marga litla flokka. Kosningaþátttakan var 53 prósent, sem þykir gott og bendir til þess að almenningur vilji breytingar og sé óánægður með landstjórann C.Y. Leung, sem er fulltrúi Kínastjórnar. Undanfarnar vikur hafa verið fjölmenn mótmæli gegn áformum stjórnarinnar um að tryggja Kínastjórn meiri völd í Hong Kong. Mótmælin urðu til þess að stjórnin hvarf frá þessum áformum, en enginn lýðræðisflokkanna hefur samt náð að tryggja sér yfirgnæfandi stuðning. Flokkar lýðræðissinna fengu þannig aðeins 27 þingsæti af alls 70, þrátt fyrir að hafa fengið rúman meirihluta af atkvæðum almennings. Atkvæði almennings ráða hins vegar einungis fjörutíu þingsætum, því þrjátíu þingsæti eru kosin af fyrirtækjum og hagsmunasamtökum í Hong Kong. Í flestum tilfellum eru það fulltrúar eða fylgjendur Kínastjórnar sem fara með yfirráð í þessum fyrirtækjum og hagsmunasamtökum. Flokkar sem fylgja Kínastjórn að málum fengu því 43 þingsæti og eru með öruggan meirihluta á nýja þinginu. Lýðræðisflokkarnir héldu samt nægum þingmannafjölda til að geta komið í veg fyrir stjórnarskrárbreytingar, og geta því stöðvað öll hugsanleg áform nýja meirihlutans um að draga úr lýðræði í Hong Kong og færa aukin völd til Kínastjórnar. Hong Kong var breskt yfirráðasvæði til ársins 1997, en þá rann út samningur um yfirráð Breta og Hong Kong fór undir Kínastjórn. Íbúum í Hong Kong var þó lofað að fá að hafa heimastjórn í að minnsta kosti fimmtíu ár með óbreyttu viðskiptafrelsi, þrátt fyrir að Kína tæki við yfirráðunum. Kínastjórn hefur einnig lofað Hong Kong-búum að fá að kjósa sér sjálfir landstjóra árið 2017 og að allt þingið verði kosið af íbúum frá og með 2020. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira