Ný plata og þrennir tónleikar 10. september 2012 09:16 Ásgeir Trausti er sallarólegur og nennir lítið að vera að stressa sig yfir hlutunum. fréttablaðið/valli Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira